Sport

Norðmenn fyrstir í tíu gullverðlaun á ÓL í Sotsjí | Myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Norðmenn unnu í dag sín tíundu gullverðlaun á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí í Rússlandi þegar sveit Norðmanna tryggði sér sigur í liðakeppni norrænu tvíkeppninnar.

Norðmenn höfðu betur eftir rosalega keppni við Þjóðverja og unnu með aðeins 0,3 sekúndna mun. Þjóðverjar voru 25 sekúndum á undan Norðmönnum eftir skíðastökkið en eins og oft áður þá voru þeir norsku sterkari í skíðagöngunni.

Þetta eru fyrstu Ólympíuverðlaun Norðmanna í þessari grein síðan að þeir unnu gull á Vetrarólympíuleikunum í Naganó árið 1998.

Sveit Norðmanna skipuðu þeir Magnus Moan, Magnus Krog, Jörgen Graabak og Håvard Klemetsen. Jörgen Graabak var að vinna sín önnur gullverðlaun á leikunum en hann vann einni norræna tvíkeppni með hærri palli.

Austurríkismenn unnu bronsið en þeir af fjórum í liðinu, Christoph Bieler og Mario Stecher, unnu gullið í Vancouver fyrir fjórum árum síðan.

Norðmenn eru eina þjóðin á Vetrarólympíuleikunum í Sotsjí sem hefur náð að vinna tíu gullverðlaun en Þjóðverjar koma næstir með átta gull. Hefðu Þjóðverjar unnið í dag þá hefðu þeir verið með jafnmörg gull og Norðmenn.

Hér fyrir ofan má sjá myndband af endasprettinum í skíðagöngunni.

Jörgen Graabak vann sín önnur gullverðlaun.Vísir/Getty
Það munaði ekki miklu á liðunum í lokin.Vísir/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×