Engar séróskir hjá Timberlake, ennþá! Birta Björnsdóttir skrifar 20. febrúar 2014 20:00 Eins og fram hefur komið ætlar poppstjarnan Justin Timberlake að halda tónleika hér á landi þann 24.ágúst næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í Kórnum í Kópavogi og verða þeir síðustu á tónleikaferðalagi Timberlake um heiminn.Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, segir aðdragandann hafa verið nokkuð langann. „Þegar þeir voru búnir að koma hingað til lands til að taka út Kórinn, hvað væri hægt að útvega af hljóðgræjum og öðru og bara sjá að yfirhöfuð væri hægt að halda tónleikana hér á landi, þá átti „bara" eftir að semja um verðið," segir Ísleifur. Hann vildi ekki gefa upp kostnaðinn sem þeir hjá Senu þurfi að leggja út vegna tónleikanna, en sagði að um væri að ræða háar upphæðir. Sextán þúsund miðar verða settir á sölu þann 6.mars næstkomandi stundvíslega klukkan 10. Miðaverðið verður gefið upp á næstu dögum. Justin Timberlake þarf vart að kynna fyrir nokkrum popptónlistarunnanda en hann hefur einnig haslað sér völl í kvikmyndaleik undanfarin ár. Hann gerði garðinn fyrst frægan með strákasveitinni N´Sync en hefur gefið út þrjár sólóplötur frá árinu 2002. Hann er að fylgja þeirri nýjustu, The 20/20 Experience, eftir á tónleikaferðalagi um heiminn, sem endar í Kópavoginum. Ísleifur segir Timberlake ekki hafa skilað inn sérstökum óskalista fyrir komu sína hingað til lands en víst er að umfang heimsóknarinnar er mikið. „Það er komið eitthvað minnisblað um hvað eigi að vera til staðar baksviðs, en ég held að þar sé ekkert stórkostlega undarlegt. Allavega ekki ennþá," segir Ísleifur. „Mér skilst að þetta séu um 100 manns sem mæta með honum hingað til lands, og þeir bætast við mikinn her af íslensku tæknifólki og öðru starfsfólki hér á landi." Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira
Eins og fram hefur komið ætlar poppstjarnan Justin Timberlake að halda tónleika hér á landi þann 24.ágúst næstkomandi. Tónleikarnir fara fram í Kórnum í Kópavogi og verða þeir síðustu á tónleikaferðalagi Timberlake um heiminn.Ísleifur Þórhallsson, tónleikahaldari hjá Senu, segir aðdragandann hafa verið nokkuð langann. „Þegar þeir voru búnir að koma hingað til lands til að taka út Kórinn, hvað væri hægt að útvega af hljóðgræjum og öðru og bara sjá að yfirhöfuð væri hægt að halda tónleikana hér á landi, þá átti „bara" eftir að semja um verðið," segir Ísleifur. Hann vildi ekki gefa upp kostnaðinn sem þeir hjá Senu þurfi að leggja út vegna tónleikanna, en sagði að um væri að ræða háar upphæðir. Sextán þúsund miðar verða settir á sölu þann 6.mars næstkomandi stundvíslega klukkan 10. Miðaverðið verður gefið upp á næstu dögum. Justin Timberlake þarf vart að kynna fyrir nokkrum popptónlistarunnanda en hann hefur einnig haslað sér völl í kvikmyndaleik undanfarin ár. Hann gerði garðinn fyrst frægan með strákasveitinni N´Sync en hefur gefið út þrjár sólóplötur frá árinu 2002. Hann er að fylgja þeirri nýjustu, The 20/20 Experience, eftir á tónleikaferðalagi um heiminn, sem endar í Kópavoginum. Ísleifur segir Timberlake ekki hafa skilað inn sérstökum óskalista fyrir komu sína hingað til lands en víst er að umfang heimsóknarinnar er mikið. „Það er komið eitthvað minnisblað um hvað eigi að vera til staðar baksviðs, en ég held að þar sé ekkert stórkostlega undarlegt. Allavega ekki ennþá," segir Ísleifur. „Mér skilst að þetta séu um 100 manns sem mæta með honum hingað til lands, og þeir bætast við mikinn her af íslensku tæknifólki og öðru starfsfólki hér á landi."
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Innlent „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Sjá meira