Lífið

Miley fetar í fótspor Cher

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Söngkonan Miley Cyrus klæðist dressi á tónleikaferðalagi sínu Bangerz sem minnir mikið á dress sem söngkonan Cher klæddist á áttunda áratugnum. Það dress var úr smiðju Bob Mackie

Cher klæddist hönnuninni fyrir rúmlega fjörutíu árum og skartaði henni meðal annars oft í sjónvarpsþætti hennar og Sonny.

Miley hefur fengið marga af þekktustu fatahönnuðum heims til að hanna fyrir sig búninga á ferðalaginu, til dæmis Roberto Cavalli og Marc Jacobs.

Tónleikaferðalagið Bangerz hófst síðasta föstudag og lýkur um miðjan júní.

Sonny og Cher.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.