Lífið

Opið bréf til Carrie Bradshaw

Sarah Jessica Parker
Sarah Jessica Parker Vísir/Getty
Leigh Weingus, blaðamaður á Huffington Post, skrifar  opið bréf til Carrie Bradshaw nú þegar tíu ár eru liðin frá því að þáttaröðin endaði.

Í bréfinu segir meðal annars:

„Þegar ég var unglingur, gat ég ekki beðið eftir að verða stór og verða þú. Ég ætlaði að eiga þinn fataskáp, jafnmörg pör af Manolo Blahniks og íbúð með útidyratröppum. Ég ætlaði að nota nokkra klukkutíma í hverri viku til að skrifa vikulegan dálk um kynlíf, en aðallega ætlaði ég að borða ís, hlaupa í háum hælum, ná mér í leigubíla og fara yfir allt þetta í hádegismat með vinkonum mínum.

Klippt í: tíu árum síðar. Ég bý í kjallaraíbúð á Manhattan, sem er mjög langt frá lestarstöð. Ég er ekki með útidyratröppur. Ég á ekki eitt par af Manolo Blahniks. Það er gaman í hádegismat, en ef ég fer of oft þá á ég ekki fyrir leigubílum. Ég get ekki hlaupið, og ekki gengið, í hælum. Svo drekk ég bjór, ekki cosmo.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.