Innlent

Meirihluti telur rétt að ráðamenn hafi farið til Sotsjí

Illugi Gunnarsson í Sotsjí
Illugi Gunnarsson í Sotsjí
Meirihluti landsmanna telur Ólaf Ragnar Grímsson forseta og Illuga Gunnarsson mennta- og menningamálaráðherra hafa gert rétt með því að vera viðstaddir Vetrarólympíuleikana í Sotsjí í Rússlandi. Þetta kemur fram í nýlegri könnun MMR.

55,1% töldu Ólaf Ragnar hafa gert rétt og 54,1% í tilfelli Illuga. Meirihluti þeirra sem styðja Framsóknar- og Sjálfstæðisflokkinn töldu Ólaf og Illuga hafa gert rétt. Meirihluti þeirra sem studdu Samfylkinguna, Vinstri-græna, Bjarta framtíð og Pírata töldu ákvörðunina ranga. 

Hlutfallslega fleiri karlar en konur töldu að bæði Ólafur Ragnar og Illugi hafi gert rétt með því að vera viðstaddir setningarhátíðina. Af þeim sem tóku afstöðu töldu 59,8% karla að Ólafur Ragnar hafi gert rétt, borið saman við 49,2% kvenna.Til samanburðar sögðu 58,9% karla að Illugi Gunnarsson hafi gert rétt, borið saman við 48,0% kvenna.MMR framkvæmdi könnunina 11. til 15. febrúar 2014 og var heildarfjöldi svarenda 983 einstaklingar, 18 ára og eldri.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×