Lífið

Adele og Prince í samstarf

Adele og Prince eru sögð vera að stefna á að gefa út smáskífu saman.
Adele og Prince eru sögð vera að stefna á að gefa út smáskífu saman.
Breska söngkonan Adele sem er þekktust fyrir lagið, Someone like you, er sögð vera að vinna að nýrri smáskífu með  popp goðinu, Prince. 

Samkvæmt sjónarvottum hittust söngstjörnurnar á London jazz klúbbnum, Ronnie Scott's á mánudagskvöld þar sem hinn 55 ára Prince hélt leynilega tónleika fyrir stjörnur á borð við Kate moss, Stephen Fry og Ritu Ora. Adele stoppaði stutt á tónleikunum og sást ræða við Prince um möguleika á samstarfi.  

Hin 25 ára Adele hefur lítið látið á sér bera eftir að hún varð móðir en er nú að vinna að þriðju breiðskífu sinni sem er áætlað að gefa út á þessu ári. Hún hefur fengið til liðs við sig fjöldan allan af listamönnum og framleiðendur og nú þegar hefur Phil Collins staðfest samstarf. 

„Ég er byrjaður að vinna aðeins með Adele en hún hafði samband við mig til að skrifa tónlist með henni," sagði Collins í samtali við Inside South Florida. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.