Lífið

Ofurfyrirsæta gefur út lag

Ofurfyrirsætan Miranda Kerr ætlar að reyna fyrir sér í tónlistarbransanum og ætlar að gefa út lag með vini sínum, tónlistarmanninum Bobby Fox, í næsta mánuði.

"Ég syng yfirleitt í sturtu en Bobby Fox sannfærði mig um að syngja með sér dúett," skrifar Miranda á Twitter-síðu sína.

Lagið mun heita You're The Boss. Miranda er þekktari fyrir að vera ein eftirsóttasta fyrirsæta heims. Hún er fyrrverandi eiginkona leikarans Orlando Bloom en þau skildu í fyrra. Saman eiga þau soninn Flynn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.