Lífið

Jennifer Lawrence ætlar í langt frí

Ugla Egilsdóttir skrifar
Flestum gagnrýnendum ber saman um að Jennifer Lawrence er frábær leikkona.
Flestum gagnrýnendum ber saman um að Jennifer Lawrence er frábær leikkona.
Jennifer Lawrence ætlar að taka sér pásu frá kvikmyndaleik í eitt ár.  Þessu heldur framleiðandinn Harvey Weinstein fram. Harvey Weinstein framleiddi meðal annars myndina The Silver Linings Playbook, en fyrir leik sinn í henni fékk Jennifer Óskarsverðlaun.

Harvey segir að Jennifer ætli ekki að gera neitt í heilt ár, enda hafi hún unnið eins og berserkur undanfarin ár hvíldarlaust. Hann segir að Jennifer sé afar greiðvikin, og hafi tekið að sér hlutverk, eins og í American Hustle, þegar hún hefði getað tekið sér frí. „Hún tók að sér hlutverkið í Hunger Games þegar hún var ung að árum, og vissi ekki hvað það hefði í för með sér,“ sagði Harvey. „En hún er algjör fagmaður, og verður það ævinlega.“

Jennifer lýsti því yfir í viðtali fyrir nokkru að þegar tökum á Hunger Games-þríleiknum lyki ætlaði hún að slökkva á farsímanum í eitt ár. Það hefur greinilega ekki verið sagt í neinum hálfkæringi, og það er útlit fyrir að aðdáendur hennar verði að þola heilt ár án þess að Jennifer Lawrence leiki í kvikmynd. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.