Lífið

Tekur kærustuna alltaf með

Ugla Egilsdóttir skrifar
Cara Delevingny horfir aðdáunaraugum á kærustuna.
Cara Delevingny horfir aðdáunaraugum á kærustuna. Vísir/Getty
Cara Delevingny, ofurfyrirsæta, tekur kærustuna sína, leikkonuna Michelle Rodriguez, með sér hvert sem hún fer. Teknar voru myndir af þeim baksviðs á tískusýningu í Mílanó, en þar horfir Cara ástleitnum augum á Michelle.

Fjórtán ára aldursmunur er á Michelle og Cara, en Michelle er 35 ára, og Cara er 21 árs. Fjölskyldur þeirra hafa lagt blessun sína yfir sambandið, en þess má geta að Cara er af breskum aðalsættum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.