Lífið

Harold Ramis látinn

Ugla Egilsdóttir skrifar
Harold Ramis, leikari, handritshöfundur og leikstjóri.
Harold Ramis, leikari, handritshöfundur og leikstjóri. Vísir/Getty
Harold Ramis, sem er þekktur fyrir hlutverk sitt í Ghostbusters, er látinn, 69 ára að aldri. Harold var gamanleikari, handritshöfundur og leikstjóri. Hann dó í faðmi fjölskyldunnar úr fylgikvillum æðabólgu á grunni sjálfónæmis.

Hann sló í gegn í Hollywood árið 1978 fyrir handrit sitt að kvikmyndinni National Lampoon's Animal House. Hann leikstýrði og skrifaði handritið að meðal annars Groundhog Day og Analyze This. Eitt af nýlegustu verkefnunum hans var að leikstýra nokkrum þáttum af The Office. 

Harold fékk fjölda verðlauna á ferlinum. Meðal annars American Comedy Award, the British Comedy Award, og svo fékk hann BAFTA-verðlaun fyrir handritsskrif.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.