Lífið

10 spurningar: Skilur ekki þetta lágkolvetna-hype

Cell 7 kemur fram á Tónafljóði í Hörpu 2.mars.
Cell 7 kemur fram á Tónafljóði í Hörpu 2.mars.
1. Hver er þín fyrsta minning? - Dark Side of the Moon með Pink Floyd var stöðugt á fóninum hjá pabba sem að reyndi ósjaldan að sannfæra mig um að hún væri toppurinn.

2. Við hvað ertu hrædd? - Ég er hrædd við tónleikacrowd sem er ekki hægt að hreyfa við.

3. Hver er þinn nánasti vinur?- Ég á fáa nána vini en góða, að gera upp á milli þeirra er eins og gera upp á milli barna sinna.

4. Hvernig slakar þú á? - Norska sjónvarpsstöðin NRK sýnir klukkutímum saman efni úr myndavél er fest framan á lestar sem ferðast frá Osló til Bergen. Það er róandi.

5. Í hverju ertu best?- Ég er ekki best í fótbolta, ég mætti á eina æfingu, dúndraði einhverja greyið stelpu niður og var rekin. 

6. Hvað finnst þér mikilvægast í fari annars fólks? - Heiðarleiki, réttlæti og fórnfýsi

7. Lýstu síðasta skiptinu þar sem þú manst eftir að hafa verið ótrúlega hamingjusöm.- Á Sónar Rvk, en þar var mikið um hamingjusamt fólk, mjög hamingjusamt.

8. Hverju myndirðu vilja breyta í heiminum?- Ég mundi vilja byrja á því að breyta einu. Þannig er mál með vexti að samstarfsmaður minn,  Frank Arthur Blöndahl Cassata, lenti í því að strætóskýlið hans var fjarlægt. Hann hefur lengi staðið í stappi við kerfið og reynt að fá skýli aftur á stoppistöðina sína en án árangurs.  Ég mundi vilja sjá skýlinu skilað aftur á sinn stað! Þá hættir Frank að vera kalt þagar hann bíður eftir strætó og mun vafalaust taka gleði sína á ný. Það er amk byrjun… #skiliðskýlinu2014

9.Hverju gætir þú ekki lifað án?- Hrísgrjóna, ég skil ekki þetta lágkolvetna-hype.

10. Eitthvað um þig sem kemur áóvart.- Ég fæddist ekki í asíu, ég er úr vesturbæ Reykjavíkur.

KÍTÓN, félag kvenna í tónlist blæs til tónlistarveislu þegar rjóminn af íslenskum tónlistarkonum stígur á svið í Eldborg 2. mars. Cell 7 er í þeim hópi. Miðasala fer fram á Harpa.is og Midi.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.