Lífið

Þriðja barnið á leiðinni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Spjallþáttakóngurinn Jimmy Kimmel, 46 ára, á von á sínu þriðja barni með eiginkonu sinni Molly McNearney, 35 ára. Þetta er fyrsta barn hjónanna sem giftu sig í júlí í fyrra en fyrir á Jimmy tvö börn úr fyrra sambandi, soninn Kevin, 20 ára, og dótturina Katie, 22 ára.

Jimmy tilkynnti að hann ætti von á barni í þætti Ellen DeGeneres en þátturinn verður sýndur vestan hafs á morgun.

Í þættinum segir hann meðal annars að hann og eiginkona sín séu ekki búin að ákveða hvort þau vilji vita kyn barnsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.