Körfubolti

Magnús biður Brynjar afsökunar á olnbogaskotinu

Magnús í leik gegn KR.
Magnús í leik gegn KR. vísir/daníel
Magnús Þór Gunnarsson, leikmaður Keflavíkur, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna atviks sem átti sér stað í leik KR og Keflavíkur í Dominos-deild karla í gær.

Magnús viðurkennir í yfirlýsingu sinni að hafa farið ógætilega er hann gaf Brynjari Þór Björnssyni, leikmanni KR, olnbogaskot.

Hann segist einnig munu sætta sig við leikbann ef hann verður dæmdur í bann. Dómaranefnd KKÍ hefur ekki tekið ákvörðun um hvort hún vilji kæra Magnús.

Yfirlýsing Magnúsar.

Í leik toppslag KR og Keflavíkur í Domino´s deildinni í gær átti sér stað atvik í seinni hálfleik þar sem undirritaður rak olnbogann í andlit Brynjars Þórs Björnssonar, leikmanns KR, með þeim afleiðingum að hann féll í gólfið. Það er ljóst að ég fór mjög ógætilega að því að losa mig frá Brynjari og vil ég nota tækifærið og biðja Brynjar og KR-inga innilegrar afsökunar á þessu. Komi til þess að ég verði dæmdur í bann vegna atviksins mun ég taka því, læra af þessu og mæta svo tvíefldur til leiks til að aðstoða félaga mína vinna 10. Íslandsmeistaratitilinn í sögu Keflavíkur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×