KR-ingar kæra ekki | Dómaranefndin óákveðin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. febrúar 2014 15:15 KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
KR mun ekki leggja fram kæru vegna atviks sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær.Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, fékk um miðjan þriðja leikhluta högg í andlitið frá Magnúsi Þór Gunnarssyni eins og sést í meðfylgjandi myndbandi. Dómarar leiksins dæmdu ekki brot en hægt er að taka á málum sem þessum eftir að leiknum lýkur á nokkra vegu. Félög geta kært til aganefndar KKÍ, rétt eins og dómaranefnd sambandsins. Þá geta dómarar leiksins einnig lagt fram skýrslu um málið.Rúnar Birgir Gíslason, formaður dómaranefndar KKÍ, sagði við Vísi að nefndarmeðlimir væru ekki búnir að ákveða hvort þeir myndu bregðast við í þessu máli. „Það er ekkert öruggt í því og við erum enn að hugsa um hlutina,“ sagði Rúnar. Nefndin fékk þetta vald eftir síðasta ársþing og hefur einu sinni skotið máli til aganefndar. Þá var Ragna Margrét Brynjarsdóttir, leikmaður Vals, kærð fyrir að gefa andstæðingi olnbogaskot. Ragna Margrét fékk óþróttamannslega villu dæmda á sig í leiknum og sá aganefnd ekki ástæðu til að breyta þeim úrskurði. Það var hins vegar ekkert dæmt á Magnús Þór í gær en Rúnar segir að það hafi ekki endilega úrslitaáhrif. „Það getur líka verið hluti af dómgæslunni að ákveða að dæma ekki á ákveðna hluti,“ sagði Rúnar.Böðvar Guðjónsson, formaður körfuknattleiksdeildar KR, segir að deildin muni ekki aðhafast í málinu. „Við höfum leitað okkur upplýsinga og vitum að málið er hjá dómaranefnd. Mér skilst að þeir séu að skoða málið og munu taka afstöðu í dag.“ „Það er eiginlega engu meira að bæta við það. Ef dómaranefnd ætlar ekki að bregðast við þá þurfum við að endurhugsa allt kerfið. Það sést greinilega á myndbandinu að þetta er gert af ásettu ráði. Svona lagað á ekki að sjást í leikjum.“ Aðeins einu sinni hefur það gerst að dómarar vísi málum til aganefndar eftir á. Aganefnd vísaði málinu frá, rétt eins og hún gerði í tilfelli Rögnu Margrétar í vetur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12 Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45 Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fleiri fréttir Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Sjá meira
Brynjar Þór fékk högg í andlitið frá Magnúsi | Myndband "Þetta var algjör óþarfi. Ég þekki Magga vel og þetta er bara svekkjandi,“ sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, um atvik sem átti sér stað í leik liðsins gegn Keflavík í gær. 25. febrúar 2014 12:12
Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Keflavík 90-89 | Brynjar Þór hetja KR-inga KR vann Keflavík í æsispennandi toppslag í Dominos-deild karla. Brynjar Þór Björnsson skoraði sigurkörfuna fyrir heimamenn. 24. febrúar 2014 15:45
Olnbogaskot Rögnu Margrétar kært Dómaranefnd KKÍ hefur ákveðið að kæra olnbogaskot Rögnu Margrétar Brynjarsdóttur, leikmanns Vals, í leik liðsins gegn Snæfelli í gær. 9. janúar 2014 16:45