Lífið

10 spurningar: Hrædd við slöngur og Framsóknarflokkinn

Ellen Kristjánsdóttir
Ellen Kristjánsdóttir Vísir/Anton
1. Hver er þín fyrsta minning?  - Mín fyrsta minning er líklegast um 3 ára í Kaliforniu, rósailmur, hiti og ég að tína loðna grasorma í garðinum og setja í krukku………



2. Við hvað ertu hrædd?  - Slöngur og Framsóknarflokkinn



3.  Hver er þinn nánasti vinur?  - Maðurinn minn, Eyþór Gunnarsson



4.  Hvernig slakar þú á?  - Ég slaka best á í náttúrunni og þá helst á hestbaki



5. Í hverju ertu best?  - Breyta öllu heima hjá mér og breyta því svo aftur



6. Hvað finnst þér mikilvægast í fari annars fólks?  -  Það getur nú verið svo margt, en ég kann að meta heiðarleika, jákvæðni, drifkraft, húmor og þá sem þora að vera öðruvísi

7. Lýstu síðasta skiptinu þar sem þú manst eftir að hafa verið ótrúlega hamingjusöm.Hm……bara áðan þegar ég vaknaði og sólin skein inn um gluggann minn.



8. Hverju myndirðu vilja breyta í heiminum? - „Út með illsku og hatur, inn með gleði og frið“ - Magnús Eiríksson

9. Hvers gætir þú ekki lifað án? - Fjölskyldu, vina og tónlistar .

10. Eitthvað um þig sem kemur á óvart. - Kannski tattúið á öxlinni eftir Hugleik Dagsson 

KÍTÓNfélag kvenna í tónlist blæs til tónlistarveislu þegar rjóminn af íslenskum tónlistarkonum stígur á svið í Eldborg 2. marsEllen Kristjáns er í þeim hópi. Miðasala fer fram á Harpa.is og Midi.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.