Lífið

Grammy-verðlaunahafi lést í bílslysi

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Ian Cuttler Sala.
Ian Cuttler Sala.
Sami Hayek, litli bróðir leikkonunnar Sölmu Hayek, missti stjórn á Ford GT-sportbifreið sinni á sunnudaginn með þeim afleiðingum að bifreiðin klessti á Toyota Tacoma-jeppa á Sunset-breiðgötunni í Los Angeles. 

Einn farþegi var með Sami í bílnum, Grammy-verðlaunahafinn Ian Cuttler Sala og hann lést á vettvangi, 43 ára að aldri.

Ian vann Grammy-verðlaun árið 2006 fyrir bestu listrænu stjórnun á safninu Johnny Cash: The Legend. Hann vann fyrir Sony Music í níu ár og vann fyrir stjörnur á borð við Beyonce, Mariuh Carey, Marc Anthony og Billy Joel. 

Sami, sem starfar sem húsgagnahönnuður, slasaðist ekki alvarlega en ökumaður jeppans fótbrotnaði.

Hayek-systkinin.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.