Lífið

"Það er svo þægilegt að vera fórnarlamb"

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Gabrielle Union, 41 árs, var gestur í sjónvarpsþættinum The View á mánudag. Þar talaði hún um hvernig hún náði að takast á við það þegar henni var nauðgað þegar hún var nítján ára. Árásarmaðurinn miðað einnig byssu að henni og var dæmdur í 33 ára fangelsi.

"Það hópast allir að þér þegar eitthvað hræðilegt gerist í lífi þínu. Maður fær alla athygli, stuðning og ást sem maður vildi. En það er ekki vegna einhvers jákvæðs og ég hataði það. Ég hataði að líða eins og fórnarlambi. Ég fékk leið á að sleppa frá hlutunum. Það er svo þægilegt að vera fórnarlamb. Það gerir þig latan," segir Gabrielle. Hún útskrifaðist úr UCLA-háskólanum og reyndi í framhaldinu fyrir sér í fyrirsætu- og leiklistarbransanum.

Í dag er hún á grænni grein. Hún trúlofaðist nýverið kærasta sínum Dwayne Wade en hann á þrjú börn sem hún hlakkar til að ganga í móðurstað.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.