Lífið

Fólk hatar okkur

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Khloe Kardashian prýðir forsíðu aprílheftis tímaritsins Cosmopolitan. Líf hennar er eins og opin bók þar sem fjölskylda hennar er með raunveruleikaþætti á sjónvarpsstöðinni E! sem fjalla um líf þeirra frá A til Ö. Hún stendur nú í skilnaði við eiginmann sinn Lamar Odom sem hefur tekið sinn toll.

"Fólk hatar okkur fyrir að sýna þessa hluti í sjónvarpinu og svo hatar það okkur líka þegar við viljum ekki sýna þá. Ég myndi ekki breyta neinu. Maður lærir alltaf eitthvað," segir Khloe sem tekur einn dag í einu.

"Ég lifi núna. Maður gæti orðið vonsvikinn ef maður horfir of langt inn í framtíðina. Það er glatað stundum en allt hefur sínar ástæður. Ég veit ekkert hvar ég vill vera eftir tíu ár. Ég veit bara að ég vil vera hamingjusöm og brosandi."

Sér ekki eftir neinu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.