Lífið

Kristinn þungarokkari reyndi að láta myrða eiginkonu sína

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lambesis á yfir höfði sér níu ára fangelsi verði hann sakfelldur.
Lambesis á yfir höfði sér níu ára fangelsi verði hann sakfelldur. vísir/getty
Tim Lambesis, söngvari kristilegu þungarokkshljómsveitarinnar As I Lay Dying hefur játað að hafa reynt að ráða leigumorðingja til að ráða eiginkonu sinni bana. Hann á yfir höfði sér níu ára fangelsi verði hann sakfelldur.

Lambesis var handtekinn í maí í fyrra en „leigumorðinginn“ reyndist vera lögreglumaður. Hafði hann þá gefið manninum nafn eiginkonunnar, ljósmynd af henni og heimilisfang, auk þúsund dala í reiðufé (rúmlega 110 þúsund krónur) og sagði hann að hann vildi láta myrða konuna. Áður hafði hann sagt manni á líkamsræktarstöð frá áætlunum sínum en eiginkonan hafði þá sótt um skilnað. Var lögreglu gert viðvart í kjölfarið.

Lambesis var látinn laus gegn tryggingu en dómur verður kveðinn upp í málinu 2. maí.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.