Lífið

Skammast sín fyrir mömmuna á Twitter

Finnst mamma sín vandræðaleg á Twitter.
Finnst mamma sín vandræðaleg á Twitter. Vísir/gettyimages
Leikkonan Reese Witherspoon segist skammast sín fyrir móður sína á samskiptamiðlinum Twitter í viðtali við sjónvarpsmanninn Jimmy Fallon

Witherspoon, sem sjálf hefur verið á samskiptamiðlinum síðan i fyrra, segist ekki gera annað en að svara spurningum móðurinnar sem er að fikra sig áfram á Twitter. 



„Mamma er alltaf að senda mér sms með skrýtnum spurningum eins og „hvað á ég að setja á Twitter í dag? Ætti ég að taka nýja mynd? Ætti ég að fara í leiklistartíma?“

„Ég er alltaf að segja við hana mamma, þú ert hjúkrunarkona. Þetta er skrýtið.“

Witherspoon hefur áður sagt frá því að hún fékk strangt uppeldi og foreldrar hennar bönnuðu henni að flytja til Hollywood á sínum tíma. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.