Lífið

Á von á öðru barni

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikkonan Jenna Fischer á von á sínu öðru barni með eiginmanni sínum Lee Kirk. Barnið er væntanlegt í sumar en fyrir eiga hjónin soninn Weston Lee sem kom í heiminn í september árið 2011.

Jenna og Lee giftu sig í Malibu í Kaliforníu í júlí árið 2010 en það var Survivor-kynnirinn Jeff Probst sem gaf þau saman.

Jenna er hvað þekktust fyrir að leika Pam í bandarísku útgáfunni af sjónvarpsþáttunum The Office.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.