Lífið

Eru þau að slá sér upp saman?

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Tónlistarfólkið Rihanna, 26 ára, og Drake, 27 ára, hefur eytt miklum tíma saman uppá síðkastið í París í Frakklandi.

Rihanna heimsótti borgina til að sækja tónleika með Drake á Palais Omnisport de Bercy og hitti tónlistarmanninn síðan á klúbbnum Club 77 eftir tónleikana.

„Þau héldu sig allan tímann í einkaherbergi. Drake var mjög þreytulegur en ánægður í kringum Rihönnu. Þau spjölluðu, dönsuðu aðeins og virtust vera náin,“ segir gestur klúbbsins í samtali við tímaritið Us Weekly.

Kvöldið fyrir tónleikana borðuðu þau saman kvöldmat á staðnum L'Avenue. Mikið hefur verið slúðrað um meint ástarsamband þeirra síðan þau unnu saman að laginu Take Care árið 2012.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.