Lífið

Katy Perry og John Mayer hætt saman

Perry og Mayer saman á sviði.
Perry og Mayer saman á sviði. Vísir/Gettyimages
Stjörnuparið Katy Perry og John Mayer hafa bundið enda á 18 mánaða samband sitt samkvæmt heimildum  E! fréttastofunnar. 

Perry sást með demantshring á fingri í byrjun mánaðarins sem blæs lífi í þær sögusagnir að  parið hefði trúlofað sig. En nú berast hinsvegar fréttir af skilnaði í staðinn. 

Ekki er vitað um ástæðu sambandslitanna ennþá en hvorki Perry né Mayer hafa staðfest fréttirnar. 

Söngfuglarnir byrjuðu að rugla saman reitum sínum sumarið 2012 eftir að Perry skildi við Russell Brand. Þau hættu saman stuttlega í mars í fyrra en voru fljót að sættast aftur þá. 








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.