Lífið

10 spurningar: Fékk annað hornið á stunguskóflu milli augnanna

1. Hver er þín fyrsta minning?  Ég var 2ja ára, bjó þá í Grímstungu í Vatnsdal, fékk annað hornið á stunguskóflu milli augnanna og var keyrð með hraði útá Blönduós.

2.Við hvað ertu hrædd?  Að verða ósjálfbjarga og uppá aðra komin í ellinni. Ekki góð tilhugsun eftir þá reynslu við að hjálpa móður minni sálugu að fá pláss á hjúkrunarheimili. Slæmt er það núna en hvernig verður það eftir aldarfjórðung?

3.Hver er þinn nánasti vinur?  Minn heittelskaði eiginmaður.

4.Hvernig slakar þú á?  Heima með fjölskyldunni.

5. Í hverju ertu best?  Læt aðra um að svara því.

6. Hvað finnst þér mikilvægast í fari annars fólks?   Ástúð og heiðarleiki

7. Lýstu síðasta skiptinu þar sem þú manst eftir að hafa verið ótrúlega hamingjusöm.  Það var útí London í dómkirkjunni í Southwark í nóvember síðastliðinn, þá gerðist eitthvað óútskýranlegt á tónleikum þar sem  ég var að syngja með Kammerkór Suðurlands. Fluttum verk eftir enska tónskáldið Tavener og nokkur íslensk tónskáld, þar á meðal verkið A young man’s song eftir mig. Tavener lést óvænt örfáum dögum fyrir tónleikana og fékk kórinn ótrúlega athygli og varð uppselt á þá. Ég gleymi aldrei þegar Hilmar kórstjóri sló af  í lok síðasta verksins, tilfinningarleg stund, tár á hverjum hvarmi og himnesk gleði.

8. Hverju myndirðu vilja breyta í heiminum?  Að viðhorf mannfólksins verði, að við höfum jörðina að láni frá afkomendum okkar og þurfum því að lifa saman í sátt og samlyndi með virðingu hvert fyrir öðru og náttúrunni.

9. Hverju gætir þú ekki lifað án?  Líf án tónlistar væri ansi innantómt.

10. Eitthvað um þig sem kemur á óvart.  Ég hélt matreiðslunámskeið um grænmetisfæðií Harstad í Norður Noregi þegar ég bjó þar fyrir 28 árum síðan. 

KÍTÓNfélag kvenna í tónlist blæs til tónlistarveislu þegar rjóminn af íslenskum tónlistarkonum stígur á svið í Eldborg 2. marsBára er í þeim hópi. Miðasala fer fram áHarpa.is og Midi.is






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.