Lífið

Sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott á Íslandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ainsley Harriott er nú staddur í Reykjavík.
Ainsley Harriott er nú staddur í Reykjavík. visir/getty
Sjónvarpskokkurinn Ainsley Harriott er nú staddur í Reykjavík til þess að taka upp efni fyrir nýjan ferða- og matarþátt sem nefnist Ainsley Eats the Streets, og sýndur verður á Channel 4 í Bretlandi nú í vor.

Samhliða því sem Ainsley tekur upp efni fyrir nýjan þátt verður hann einnig gestadómari Food&Fun keppninni sem fram fer næsta laugardag í tengslum við hátíðina.

Ainsley Eats the Street eru nýjir þættir þar sem Ainsley Harriott ferðast um heiminn og kynnist matarmenningu ólíkra borga. Hann heimsækir litla götu veitingastaði, kynnir sér matarvenjur heimamanna og upplifir menningu borgarinnar á meðan á heimsókninni stendur.

Í lok hvers þáttar freistar hann þess að nýta sér það sem hann hefur lært til að elda dæmigerðan mat fyrir borgina sem hann hefur heimsótt.

Ainsley Harriott er þekktur sjónvarpskokkur í Bretlandi, en þættir hans Ready Steady Cook og Can’t Cook, Won’t Cook hafa notið mikilla vinsælda. Það er íslandsstofa sem stendur fyrir koma Ainsley Harriott hingað til lands í tengslum við Food&Fun hátíðina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.