Strákarnir teknir í nefið með „selfie“-mynd frá árinu 1900 Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 27. febrúar 2014 13:07 Á myndinni heldur Margrét á þræði sem tengdur er myndavélinni og smellir þannig af. mynd/margrét möller/ljósmyndasafn reykjavíkur Svo virðist sem Margrét Möller, ljósmyndari á Eskifirði, hafi rúllað upp hinni óformlegu keppni um elstu íslensku selfie-myndina. Starfsfólk Ljósmyndasafns Reykjavíkur dustaði rykið af sjálfsmynd Margrétar sem talin er vera frá árinu 1900 eða skömmu eftir. „Hún stillir myndavélinni upp og er með þráð, eða einskonar gikk, sem hún tengir við myndavélina og smellir þannig af,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá Ljósmyndasafninu. Samstarfskona hans, Sigríður Kristín Birnudóttir, segist ekki muna eftir að hafa séð eldri sjálfsmynd en myndina af Margréti. „Við höldum að þessi mynd sé tekin eftir að hún hætti sem ljósmyndari. Hún var fyrst með stofu á Eskifirði á árunum 1894 og 1895, svo á Stokkseyri eftir það. Árið 1898 hætti hún alveg,“ segir Sigríður. „Plöturnar fundust í safni athafnamannsins Péturs A. Ólafssonar,“ segir Sigríður en aðspurð segir hún starfsmenn safnsins ekki alveg vera með það á hreinu hvers vegna Margrét lítur ekki í átt að myndavélinni á myndinni. Áður hefur Vísir fjallað um selfie-myndir þeirra Sigga Hlö (frá 1981), Halldórs Halldórssonar (frá 1975) og Jóns M. Ívarssonar (1967), en ljóst er að erfitt verður að finna eldri mynd en af Margréti. „Já hún tekur þá í nefið,“ segir Sigríður á Ljósmyndasafninu að lokum. Jón M. Ívarsson bendir þó á það í athugasemdakerfi Ljósmyndasafnsins á Facebook að munur sé á sjálfsmyndum og „selfie“-myndum, sem séu skilgreindar þannig að ljósmyndarinn haldi á myndavélinni og beini henni að sér. Oxford-orðabókin skilgreinir „selfie“ sem mynd sem ljósmyndarinn tekur af sjálfum sér, vanalega með snjallsíma eða vefmyndavél í þeim tilgangi að birta á internetinu. Þess má geta að myndin af Margréti er nú til sýnis á Þjóðminjasafninu á sýningunni Betur sjá augu. Post by Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Reykjavik Museum of Photography. Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Svo virðist sem Margrét Möller, ljósmyndari á Eskifirði, hafi rúllað upp hinni óformlegu keppni um elstu íslensku selfie-myndina. Starfsfólk Ljósmyndasafns Reykjavíkur dustaði rykið af sjálfsmynd Margrétar sem talin er vera frá árinu 1900 eða skömmu eftir. „Hún stillir myndavélinni upp og er með þráð, eða einskonar gikk, sem hún tengir við myndavélina og smellir þannig af,“ segir Sigurður Gunnarsson hjá Ljósmyndasafninu. Samstarfskona hans, Sigríður Kristín Birnudóttir, segist ekki muna eftir að hafa séð eldri sjálfsmynd en myndina af Margréti. „Við höldum að þessi mynd sé tekin eftir að hún hætti sem ljósmyndari. Hún var fyrst með stofu á Eskifirði á árunum 1894 og 1895, svo á Stokkseyri eftir það. Árið 1898 hætti hún alveg,“ segir Sigríður. „Plöturnar fundust í safni athafnamannsins Péturs A. Ólafssonar,“ segir Sigríður en aðspurð segir hún starfsmenn safnsins ekki alveg vera með það á hreinu hvers vegna Margrét lítur ekki í átt að myndavélinni á myndinni. Áður hefur Vísir fjallað um selfie-myndir þeirra Sigga Hlö (frá 1981), Halldórs Halldórssonar (frá 1975) og Jóns M. Ívarssonar (1967), en ljóst er að erfitt verður að finna eldri mynd en af Margréti. „Já hún tekur þá í nefið,“ segir Sigríður á Ljósmyndasafninu að lokum. Jón M. Ívarsson bendir þó á það í athugasemdakerfi Ljósmyndasafnsins á Facebook að munur sé á sjálfsmyndum og „selfie“-myndum, sem séu skilgreindar þannig að ljósmyndarinn haldi á myndavélinni og beini henni að sér. Oxford-orðabókin skilgreinir „selfie“ sem mynd sem ljósmyndarinn tekur af sjálfum sér, vanalega með snjallsíma eða vefmyndavél í þeim tilgangi að birta á internetinu. Þess má geta að myndin af Margréti er nú til sýnis á Þjóðminjasafninu á sýningunni Betur sjá augu. Post by Ljósmyndasafn Reykjavíkur / Reykjavik Museum of Photography.
Mest lesið Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Lífið Devin Booker á Íslandi Lífið Óþekkjanleg stjarna Bíó og sjónvarp Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið Stjörnubarnið komið í heiminn Lífið Skotheld og skemmtileg hlauparáð Lífið Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Lífið Fleiri fréttir Stjörnubarnið komið í heiminn Telja Ozzy endurfæddan sem Aquaman Skotheld og skemmtileg hlauparáð Devin Booker á Íslandi Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Samfélagsmiðlar sýna ekki einmanaleikann Tuttugu ára aldursmunur og ástin blómstrar Robbie verður fimmtíu feta tröllkonan Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Sjá meira
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“
Hiti þjóðarsálarinnar mældur: „Allt frá hatrinu á Þjóðhátíðarlögum til vinstriumferðar og píkulistar“ Lífið