Lífið

Náði sér niðri á Loga Bergmann

Í Spurningabombunni á Stöð 2 síðasta föstudag gerði Logi Bergmann stólpagrín að Mikael Torfasyni fyrir ofnotkun hans á hikorðinu "hérna".

Logi tók upp þáttinn Mína skoðun á Stöð 2 sunnudeginum áður og klippti saman öll skiptin þar sem Mikael sagði "hérna".

Þetta vakti mikla lukku hjá keppendum og áhorfendum í salnum.

Mikael sneri aftur á móti vörn í sókn í næsti þætti af Minni skoðun á sunnudaginn. Hann lék sama leik og Logi, klippti saman hikorð úr Bombunni og í ljós kom að Logi var engu skárri.

Hægt er að sjá innslagið í spilaranum hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.