Lífið

Sjáið kornungan Matthew McConaughey

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Matthew McConaughey er af flestum spekingum talinn líklegastur til að hreppa Óskarinn á sunnudag fyrir frammistöðu sína í kvikmyndinni Dallas Buyers Club.

Eitt af fyrstu verkefnum leikarans var að leika í sjónvarpsþáttunum Unsolved Mysteries eins og sést í meðfylgjandi myndskeiði. Þættirnir snerust um að setja á svið dularfull mál.

Matthew hefur ýmsa fjöruna sopið í gegnum tíðina en síðustu ár hafa verið honum afar góð þar sem hann hefur farið á kostum í hverri myndinni á fætur annarri sem og í sjónvarpsþáttunum True Detective.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.