Lífið

Ásynjur fá Pál Óskar í lið með sér

Gunnar Leó Pálsson skrifar
Ásynjur og Páll Óskar á góðri stundu
Ásynjur og Páll Óskar á góðri stundu mynd/einkasafn
Sönghópurinn Ásynjur heldur tónleika á Rósenberg á föstudagskvöld en til sín fá þær gestasöngvarann Pál Óskar. Þetta er í annað skipti sem þær stöllur slá til tónlistarveislu þar en þær segja þetta vera eitt það skemmtilegasta sem þær gera. „Síðustu tónleikar heppnuðust svakalega vel og við vorum í skýjunum marga daga á eftir,“ segir Íris Hólm, ein þriggja Ásynja.

„Okkur langaði til þess að gera eitthvað öðruvísi í þetta skiptið og upp kom sú hugmynd að fá gestasöngvara með okkur. Við höfðum samband við Pál Óskar og hann var strax til í þetta.“ Söngkönurnar Íris Hólm, Alma Rut og Ína Valgerður, meðlimir Ásynja, hafa starfað saman í fjölmörgum verkefnum síðastliðin ár.

„Við höfum starfað saman í svo mörgum verkefnum að það kom eiginega ekki annað til greina en að reyna að gera eitthvað meira saman, enda mjög góðar vinkonur og allar meira og minna á sömu blaðsíðu þegar kemur að tónlistarsmekk."

Hljómsveit Ásynja er ekki að verri endandum en hana skipa Kristján Grétarsson á gítar, Karl Olgeirsson á píanó, Jóhann Hjörfleifsson á trommur og Ingi Björn Ingason á bassa. Hafþór Karlsson sér um hljóð.

„Lagalistinn er mjög fjölbreyttur og erum við að taka lög eftir tónlistarmenn úr öllum áttu. Allt frá Janis Joplin til Bruno Mars.“ Tónleikarnir byrja klukkan 22.00 og miðaverð er 2.500 kr. Frekari upplýsingar um Ásynjur er að finna hér.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.