Lífið

10 spurningar: Þyrfti að borga Margréti 3 milljónir til að fara í sund

Margrét Rán
Margrét Rán
Lífið kynnist hinni hliðinni á Margréti Rán úr hljómsveitinni VÖK með 10 spurningum.

Hver er þín fyrsta minning? Ég var inní einhverju skrítnu herbergi og mamma var að skipta á mér. Mér fannst það ekkert sérlega skemmtilegt …

Við hvað ertu hrædd? Köngulær og að sitja með henni Björk vinkonu minni í bíl !

Hver er þinn nánasti vinur? Þetta er smá erfið spurning því ég á mikið af nánum vinum en víst ég má bara velja einn vin þá er það Hera Björk því ég segi henni allt í heiminum.

Hvernig slakar þú á? Ég fer uppí bústað og geri vel við mig eða uppá Akranes til múttu.

Í hverju ertu best? Allt sem tengist því að vinna með tónlist næ ég að sökkva mér vel í en ég er einstaklega góð í að borða Ben&jerry’s (chocolate fudge)

Hvað finnst þér mikilvægast í fari annars fólks? Að halda sér á jörðinni.

Lýstu síðasta skiptinu þar sem þú manst eftir að hafa verið ótrúlega hamingjusöm. Þegar við unnum Músiktilraunir settumst við Andri uppí bíl og öskruðum alla leiðina frá Reykjavík til Hafnarfjarðar úr gleði.

Hverju myndirðu vilja breyta í heiminum? Að útrýma dýrapyntingum og svo auðvitað að kisur gætu talað.

Hvers gætir þú ekki lifað án? Kemst ekki einn dag af án þess að vera með húfu.

Eitthvað um þig sem kemur á óvart. Ég ferðaðist um á milli Akranesar og Reykjavíkur á vespu í gegnum göngin og allt, oft og mörgum sinnum og þú þyrftir að borga mér 3 milljónir til þess að ég færi í sund! 



KÍTÓNfélag kvenna í tónlist blæs til tónlistarveislu þegar rjóminn af íslenskum tónlistarkonum stígur á svið í Eldborg 2. mars. Margrét er í þeim hópi. Miðasala fer fram á Harpa.is og Midi.is








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.