Lífið

Bláa Lónið tilnefnt til virtra spa verðlauna – almenningur kýs

mynd/bláa lónið
Bláa Lónið er tilnefnt til hinna virtu spa verðlauna, World Luxury Spa Awards. Tilgangur verðlaunanna er að verðlauna bestu spa staði heims og fer nú fram kosning á meðal almennings á heimasíðu verðlaunanna.

Á heimasíðu Luxury Spa Awards kemur fram að sýn þeirra sem standa að verðlaununum er að hvetja til og stuðla að háum viðmiðum þegar það kemur að þjónustu og gæðum spa staða. Markmið verðlaunanna er m.a. að veita spa gestum tækifæri til að taka þátt í að velja þá staði sem þeir telja vera á meðal þeirra bestu í heiminum. 

MYnd/skjáskot
World Luxury Spa verðlaunin vekja einnig athygli fagaðila og annarra þeirra sem sækja spa staði.

Magnea Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi Bláa Lónsins, segir tilnefninguna vera mikla viðurkenningu fyrir Bláa Lónið. „Við leggjum áherslu á þjónustu, gæði og upplifun gesta okkar sem er í samræmi við áherslur World Luxury Spa verðlaunanna.“

Verðlaunin byggja á þátttöku einstaklinga sem hafa upplifað þjónustu og gæði staðanna sem eru tilnefndir, en kosningin stendur yfir til 18. mars, 2014.  Hér getur þú kosið






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.