Lífið

Ástarbölvun á Óskarnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Óskarsverðlaunin verða afhent á sunnudaginn vestanhafs. Mörg pör sem hafa gengið rauða dregilinn hafa hins vegar hætt saman innan árs frá verðlaunahátíðinni.

Vísir kíkti á helstu samböndin sem hafa liðið undir lok stuttu eftir hátíðina.

Jennifer Aniston og John Mayer

Hættu saman tveim vikum eftir Óskarinn

John mætti með Jennifer á hátíðina árið 2009 en nokkrum dögum síðar slokknaði ástarloginn.

Sandra Bullock og Jesse James

Hættu saman 47 dögum eftir Óskarinn

Sandra fékk verðlaun fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir The Blind Side árið 2010. Eiginmaður hennar til sjö ára, Jesse, var ansi fjölþreifinn og þau skildu stuttu eftir hátíðina.

Anne Hathaway og Raffaello Follieri

Hættu saman fjórum mánuðum eftir Óskarinn

Anne og Raffaello ljómuðu af ást á rauða dreglinum árið 2008. Í júní hættu þau saman þegar Anne komst að því að góðgerðarsamtök Raffaello sættu rannsókn vegna skattasvika.

Julia Roberts og Benjamin Bratt

Hættu saman þremur mánuðum eftir Óskarinn

Julia vann verðlaun sem besta leikkona í aðalhlutverki árið 2001 fyrir Erin Brockovich en minntist lítið á Benjamin í ræðunni. Í júní hættu þau saman.

Halle Berry og Eric Benét

Hættu saman sjö mánuðum eftir Óskarinn

Halle og Eric voru gift í þrjú ár og hættu saman í október árið 2003, sjö mánuðum eftir að þau gengu saman rauða dregilinn á Óskarsverðlaunahátíðinni.

Leonardo DiCaprio og Gisele Bündchen

Hættu saman níu mánuðum eftir Óskarinn

Leonardo var tilnefndur sem besti leikarinn árið 2005 fyrir The Aviator og bauð ofurfyrirsætunni Gisele með sér. Þau hættu saman í nóvember sama ár.

Jennifer Lopez og Ben Affleck

Hættu saman tíu mánuðum eftir Óskarinn

Þau voru mjög ástfangin á hátíðinni árið 2003 en hættu við að gifta sig nokkrum dögum fyrir áætlað brúðkaup í september.

George Clooney og Stacy Keibler

Hættu saman fimm mánuðum eftir Óskarinn

George meðframleiddi Argo sem var valin besta myndin á hátíðinni í fyrra. Með honum á dreglinum var Stacy Keibler en í júlí hættu þau saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.