Lífið

Konur eru grimmar

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
„Mér finnst margar konur í raunveruleikasjónvarpi og konur sem stjórna menningunni í dag mjög illkvittnar í garð hvorrar annarrar. Þær nota talsmáta sem er grimmur og óuppbyggilegur. Mér finnst að Carrie og hinar konurnar í Sex and the City hafi verið mjög góðar við hvora aðra,“ segir leikkonan og Sex and the City-stjarnan Sarah Jessica Parker í forsíðuviðtali við Harper's Bazaar.

Sarah lék Carrie Bradshaw í þáttunum sem gengu á árunum 1998 til 2004 og í tveimur bíómyndum árið 2008 og 2010. Henni þótti vænt um karakterinn sinn.

„Við vorum mjög góðar vinkonur.“ 

Sarah flettir sér ekki upp á leitarvélum á internetinu.

„Ég les ekki neitt. Ég gúggla ekki sjálfa mig. Guð minn góður nei! Ég er forvitin um allt nema um það sem fólk hefur um mig að segja. Ég skil ekki þessa handahófskenndu grimmd. Hún gerir okkur ekki gott.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.