Lífið

Glitrandi ljósaárásir á Vetrarhátíð

Glitrandi draumur
Glitrandi draumur mynd/einkasafn
Vetrarhátíð er í fullum gangi og af nógu er að taka á þessum dimmu vetrardögum þar sem magnað myrkur fær að njóta sín í Reykjavík.

Glitrandi draumar er ljósalistaverk eftir leikskólabörnin á Drafnarsteini. Tréð á Bláa róló verður í aðalhlutverki en listamennirnir skreyta það með glitrandi hugmyndum sínum og draumum. Ljósgeislar frá upplýstu trénu endurvarpa draumunum upp í himininn og dreifa þeim um allan heim til annarra barna. Tendrun trésins fer fram á horni Túngötu og Bræðraborgarstígs, þriðjudagsmorguninn 11. febrúar klukkan 9.00. Að lokinni tendrun munu börnin syngja eitt lag.

Ljósaverkið Glitrandi draumur var meðal hugmynda verkefnisins Betra hverfi 2014 sem er samráðsverkefni íbúa og stjórnsýslu Reykjavíkurborgar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.