Yolo-stökk "iPods“ skákaði White 12. febrúar 2014 11:15 Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira
Shaun White mistókst að vinna þriðju Ólympíugullverðlaunin í röð í hálfpípu í Sotsjí í gær. Bandaríkjamaðurinn Shaun White er sigursælasti snjóbrettakappi sögunnar og vann gull í hálfpípu á Ólympíuleikunum í Vancouver 2010 og í Tórínó 2006. Hann er einskonar Tony Hawk snjóbrettaheimsins og lengi verið fremstur á meðal jafningja. Hann á að baki þrettán gullverðlaun frá X-leikunum. White hefur lengi sett viðmiðið þegar kemur að keppni í hálfpípu en Svisslendingurinn Iouri Podladtchikov, kallaður „iPod“, skákaði honum í gær með stökki sem White gat ekki lent í úrslitunum. Stökkið kallar Podladtchikov „Yolo“ sem margir kannast við sem þreyttasta frasa síðasta árs en hann negldi það fullkomlega í úrslitunum í gær eins og öll önnur stökk sín. White lagðist yfir „Yolo“-stökkið í mars á síðasta ári og æfði sig í marga mánuði til að standa iPod-num jafnfætis hvað það varðar á Ólympíuleikunum. Bandaríkjamaðurinn negldi stökkið tvívegis í undankeppninni en ekki tókst jafnvel upp í úrslitunum eins og sést í myndbandinu hér að ofan. Mistök hans urðu til þess að White komst ekki einu sinni á pall. „Ég er svekktur. Ég get ekki sætt mig við þá staðreynd að ég negldi stökkið tvisvar áður. En þetta gerist. Það er erfitt að halda stöðugleika,“ sagði Shaun White eftir keppnina í gær. Sigurferð Podladtchikov og ferð Whites má sjá í spilaranum hér að ofan.Shaun White var vígalegur fyrir ferðina í gær.Vísir/GettyShaun White flaug hátt en það var ekki nóg.Vísir/GettyIouri Podladtchikov eða „iPod“ fagnaði vel og innilega.Vísir/Getty
Vetrarólympíuleikar 2014 í Sochi Snjóbrettaíþróttir Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Sport Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Dagskráin í dag: Formúla, fótbolti og golf Potter undir mikilli pressu „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Langfljótastur í fimmtíu mörkin Markaveislur hjá Frankfurt og Sporting Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Erfið endurkoma hjá De Bruyne Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Amanda spilar í Meistaradeildinni Sluppu með stig eftir stórkostlegt mark og annað óheppilegt Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Fyrst til að verða heimsmeistari í báðum greinum Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ Skylda að klippa vel neglur í handbolta Messi að framlengja við Inter Miami Róbert hættir hjá HSÍ Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Sjá meira