Körfubolti

Bárður ætlar ekki að þjálfa Stólana næsta vetur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Bárður Eyþórsson.
Bárður Eyþórsson. Vísir/Stefán

Bárður Eyþórsson, þjálfari 1. deildarliðs Tindastóls, er á förum frá félaginu í sumar þrátt fyrir að hann sé á góðri leið að skila liðinu upp í Domnios-deild karla í körfubolta.

Stjórn Körfuknattleiksdeildar Tindastóls tilkynnti það í dag á heimasíðu sinni að Bárður hafi tekið þá ákvörðun að framlengja ekki samning sinn við Tindastól.

„Harmar stjórn kkd þessa ákvörðun Bárðar enda var aldrei í huga stjórnar annað en að framlengja við Bárð. En stjórn kkd vill að það komi fram að engin óánægja er á milli þjálfarans og stjórnar, er þetta alfarið ákvörðum Bárðar," segir í fréttinni.

Tindastóll er með fjögurra stiga forystu í 1. deild karla og hefur unnið 13 af 14 leikjum sínum í deildinni. Liðið fór ennfremur í undanúrslit bikarsins þar sem munaði litli að liðið yrði fyrsta b-deildarliðið til að spila til úrslita í bikarkeppninni.

„Stjórn kkd er mjög ánægð með störf Bárðar og þykir leitt að sú samvinna sé að verða á enda komin. Það eru 4 leikir eftir í 1 deildinni og klára verður þá með sæmd og koma liðinu upp á meðal þeirra bestu aftur, þar sem við eigum klárlega heima," segir ennfremur í fréttinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.