Lífið

Opna sig um seríuna

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikararnir í sjónvarpsþáttunum How I Met Your Mother, Jason Segel, Alyson Hannigan, Josh Radnor, Cobie Smulders og Neil Patrick Harris, verða gestir James Lipton í viðtalsþættinum Inside the Actors Studio samkvæmt heimildum tímaritsins Us Weekly.

Heimildir tímaritsins herma að leikararnir hafi tekið þáttinn upp á sunnudag og að fjölmargir hafi mætt á svæðið til að fá sæti í áhorfendasalnum.

Í þáttunum Inside the Actors Studio mæta frægir leikarar og fara yfir ferilinn, allt frá barnæsku til dagsins í dag. Meðal leikara sem hafa mætt í þáttinn eru Al Pacino, leikarar í The Simpsons, Angelina Jolie og Jennifer Aniston.

Ekki er ljóst hvenær þátturinn verður sýndur en nú styttist óðfluga í lokaþátt How I Met Your Mother.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.