Lífið

Þröngvað út úr skápnum

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Breska dagblaðið Guardian gerði mistök á mánudaginn og sagði leikarann Sir Patrick Stewart vera samkynhneigðan er þeir fjölluðu um hjartnæma ræðu leikkonunnar Ellen Page þar sem hún kom út úr skápnum. Í blaðinu stóð:

„Sumt samkynhneigt fólk, eins og Sir Patrick Stewart, telur það að Page hafi komið út úr skápnum fréttnæmt.“

Patrick tók þessu létt og svaraði blaðinu á Twitter-síðu sinni í gamansömum tón eins og sjá má hér fyrir neðan.

Patrick kvæntist kærustu sinni Sunny Ozell í september en það var vinur hans Sir Ian McKellen sem gaf þau saman.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.