Árgangsmót sameinar Eyjamenn í Hörpu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 09:53 „Þetta er nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna, því þarna hittast margir gamlir félagar og rifja upp góð kynni,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, líklega best þekktur sem Daddi, skipuleggjandi hátíðartónleika Ástgeirs Ólafssonar, Ása í Bæ. Tónleikarnir fara fram á laugardagskvöldið í Eldborgarsal Hörpu. „Þetta eru þriðju Eyjatónleikarnir sem fram fara í Hörpu og það hefur allt verið uppselt. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur.“ Eyjatónleikarnir í Hörpu eru nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna því þar hittast oft gamlir félagar úr Eyjum. „Eftir fyrstu Eyjatónleikana, hátíðartónleika Oddgeirs Kristjánssonar sem fram fóru í nóvember 2011, fékk ég eina kvörtun. Kvörtunin var sú að hléið væri ekki nógu langt, því fólk vildi meiri tíma til að spjalla,“ útskýrir Daddi. Hann hefur hins vegar lengt hléið og verður því hléið á hátíðartónleikum Ása í Bæ sérstaklega langt svo Eyjamenn geti spjallað vel saman. „Þó svo þetta séu ekki allt Eyjamenn þá er svo ótrúlega mikið af fólki sem tengist Eyjum, hefur stoppað þar á vertíð, verið á sjó eða í annarri vinnu.“ Á tónleikunum koma fram nokkrir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar eins og Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Ingó Veðurguð og fleiri þekktir söngvarar. „Það koma líka fram margir ungir og efnilegir söngvarar úr Eyjum.“ Hljómsveitin Heimaslóð mun sjá um undirleikinn en hana skipa Birgir Nielsen Þórsson, Eiður Arnarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Matti Kallio, Sigurður Flosason, Kjartan Hákonarson og hljómsveitarstjórinn Þórir Úlfarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. Sigurður Flosason og Pálmi Gunnarssonvisir/vilhelm Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm Flottur hópurvisir/vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pálmi Gunnarsson og Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira
„Þetta er nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna, því þarna hittast margir gamlir félagar og rifja upp góð kynni,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, líklega best þekktur sem Daddi, skipuleggjandi hátíðartónleika Ástgeirs Ólafssonar, Ása í Bæ. Tónleikarnir fara fram á laugardagskvöldið í Eldborgarsal Hörpu. „Þetta eru þriðju Eyjatónleikarnir sem fram fara í Hörpu og það hefur allt verið uppselt. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur.“ Eyjatónleikarnir í Hörpu eru nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna því þar hittast oft gamlir félagar úr Eyjum. „Eftir fyrstu Eyjatónleikana, hátíðartónleika Oddgeirs Kristjánssonar sem fram fóru í nóvember 2011, fékk ég eina kvörtun. Kvörtunin var sú að hléið væri ekki nógu langt, því fólk vildi meiri tíma til að spjalla,“ útskýrir Daddi. Hann hefur hins vegar lengt hléið og verður því hléið á hátíðartónleikum Ása í Bæ sérstaklega langt svo Eyjamenn geti spjallað vel saman. „Þó svo þetta séu ekki allt Eyjamenn þá er svo ótrúlega mikið af fólki sem tengist Eyjum, hefur stoppað þar á vertíð, verið á sjó eða í annarri vinnu.“ Á tónleikunum koma fram nokkrir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar eins og Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Ingó Veðurguð og fleiri þekktir söngvarar. „Það koma líka fram margir ungir og efnilegir söngvarar úr Eyjum.“ Hljómsveitin Heimaslóð mun sjá um undirleikinn en hana skipa Birgir Nielsen Þórsson, Eiður Arnarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Matti Kallio, Sigurður Flosason, Kjartan Hákonarson og hljómsveitarstjórinn Þórir Úlfarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. Sigurður Flosason og Pálmi Gunnarssonvisir/vilhelm Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm Flottur hópurvisir/vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pálmi Gunnarsson og Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm
Mest lesið Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Lífið Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Lífið Einhleypan: Tískuelskandi lögfræðingur með sterka réttlætiskennd Makamál Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Lífið Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Lífið Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Lífið Fleiri fréttir Sigurvegarinn vill banna Ísrael Tilkynna um 29 ný atriði á Iceland Airwaves Rúrik fellur í skuggann á kynþokkafullum Jóni Var hent í ljónagryfjuna þegar hann fór inn á Vog Color Run flytur úr Laugardal og í Kópavog Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Baltasar Kormákur og Ólafur Jóhann saman í Þjóðleikhúsinu Dulúðug hvít andlit: „Nú horfi ég á þetta allt öðruvísi“ Keyptu glæsihús Atlanta-hjónanna á undirverði Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Bakslag í veikindi Valgeirs Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Úr klikkaðri kynlífsþrá í alls enga Rikki G og Valdís eiga von á barni „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Stóra stundin hjá þeim Rebekku og Ásgeiri Hersir og Rósa greina frá kyninu „Allt annað að sjá einhvern sem var eins og ég“ „Ekki ætlunin að særa heldur hrista aðeins upp í umræðunni“ Heillandi heimili Hönnu Stínu Jónas Sen sakaður um derring og meinfýsni Arnar og Sigrún Heba selja glæsihús í Kópavogi Svanhildur Hólm fór holu í höggi Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Biggi ekki lengur lögga Sjá meira