Árgangsmót sameinar Eyjamenn í Hörpu Gunnar Leó Pálsson skrifar 7. febrúar 2014 09:53 „Þetta er nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna, því þarna hittast margir gamlir félagar og rifja upp góð kynni,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, líklega best þekktur sem Daddi, skipuleggjandi hátíðartónleika Ástgeirs Ólafssonar, Ása í Bæ. Tónleikarnir fara fram á laugardagskvöldið í Eldborgarsal Hörpu. „Þetta eru þriðju Eyjatónleikarnir sem fram fara í Hörpu og það hefur allt verið uppselt. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur.“ Eyjatónleikarnir í Hörpu eru nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna því þar hittast oft gamlir félagar úr Eyjum. „Eftir fyrstu Eyjatónleikana, hátíðartónleika Oddgeirs Kristjánssonar sem fram fóru í nóvember 2011, fékk ég eina kvörtun. Kvörtunin var sú að hléið væri ekki nógu langt, því fólk vildi meiri tíma til að spjalla,“ útskýrir Daddi. Hann hefur hins vegar lengt hléið og verður því hléið á hátíðartónleikum Ása í Bæ sérstaklega langt svo Eyjamenn geti spjallað vel saman. „Þó svo þetta séu ekki allt Eyjamenn þá er svo ótrúlega mikið af fólki sem tengist Eyjum, hefur stoppað þar á vertíð, verið á sjó eða í annarri vinnu.“ Á tónleikunum koma fram nokkrir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar eins og Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Ingó Veðurguð og fleiri þekktir söngvarar. „Það koma líka fram margir ungir og efnilegir söngvarar úr Eyjum.“ Hljómsveitin Heimaslóð mun sjá um undirleikinn en hana skipa Birgir Nielsen Þórsson, Eiður Arnarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Matti Kallio, Sigurður Flosason, Kjartan Hákonarson og hljómsveitarstjórinn Þórir Úlfarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. Sigurður Flosason og Pálmi Gunnarssonvisir/vilhelm Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm Flottur hópurvisir/vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pálmi Gunnarsson og Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira
„Þetta er nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna, því þarna hittast margir gamlir félagar og rifja upp góð kynni,“ segir Bjarni Ólafur Guðmundsson, líklega best þekktur sem Daddi, skipuleggjandi hátíðartónleika Ástgeirs Ólafssonar, Ása í Bæ. Tónleikarnir fara fram á laugardagskvöldið í Eldborgarsal Hörpu. „Þetta eru þriðju Eyjatónleikarnir sem fram fara í Hörpu og það hefur allt verið uppselt. Við erum ótrúlega þakklát fyrir þessar frábæru viðtökur.“ Eyjatónleikarnir í Hörpu eru nokkurs konar árgangsmót Eyjamanna því þar hittast oft gamlir félagar úr Eyjum. „Eftir fyrstu Eyjatónleikana, hátíðartónleika Oddgeirs Kristjánssonar sem fram fóru í nóvember 2011, fékk ég eina kvörtun. Kvörtunin var sú að hléið væri ekki nógu langt, því fólk vildi meiri tíma til að spjalla,“ útskýrir Daddi. Hann hefur hins vegar lengt hléið og verður því hléið á hátíðartónleikum Ása í Bæ sérstaklega langt svo Eyjamenn geti spjallað vel saman. „Þó svo þetta séu ekki allt Eyjamenn þá er svo ótrúlega mikið af fólki sem tengist Eyjum, hefur stoppað þar á vertíð, verið á sjó eða í annarri vinnu.“ Á tónleikunum koma fram nokkrir af þekktustu söngvurum þjóðarinnar eins og Pálmi Gunnarsson, Guðrún Gunnarsdóttir, Sigríður Beinteinsdóttir, Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Ingó Veðurguð og fleiri þekktir söngvarar. „Það koma líka fram margir ungir og efnilegir söngvarar úr Eyjum.“ Hljómsveitin Heimaslóð mun sjá um undirleikinn en hana skipa Birgir Nielsen Þórsson, Eiður Arnarsson, Jón Elvar Hafsteinsson, Matti Kallio, Sigurður Flosason, Kjartan Hákonarson og hljómsveitarstjórinn Þórir Úlfarsson. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.00 og fara fram í Eldborgarsalnum í Hörpu. Sigurður Flosason og Pálmi Gunnarssonvisir/vilhelm Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm Flottur hópurvisir/vilhelm Eyþór Ingi Gunnlaugsson, Pálmi Gunnarsson og Jón Elvar Hafsteinssonvisir/vilhelm
Mest lesið „Þetta er ekki uppgjör á mínu uppeldi“ Tónlist Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Lífið Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Lúxusferðaforstjóri og kaupmaður selja í gamla Vesturbænum Þú færð ekki leikskólapláss en svona á að halda barnaafmæli Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Sjá meira