Lífið

Daft Punk fengu flest verðlaun á Grammy hátíðinni

Fjölmargar stjörnur komu fram á hátíðinni í nótt, þar á meðal, Metallica, sem spilaði slagarann One ásamt píanóleikaranum Lang Lang.
Fjölmargar stjörnur komu fram á hátíðinni í nótt, þar á meðal, Metallica, sem spilaði slagarann One ásamt píanóleikaranum Lang Lang. Vísir/AP
Franski tölvupopp-dúettinn Daft Punk fór með sigur af hólmi á Grammy verðlaunahátíðinni sem haldin var í Bandaríkjunum í nótt. Sveitin fékk fimm verðlaun, þar á meðal fyrir bestu plötu ársins, sem þeir unnu í samstarfi við gamla disco-boltann Nile Rodgers.

Hip-hop sveitin Macklemore and Lewis kom fast á hæla Frakkanna og nældi í fern verðlaun, þar á meðal sem bestu nýju listamennirnir, og Justin Timberlake fékk þrenn verðlaun.

Besta lag ársins var hinsvegar valið Royals, með Nýsjálenska ungstirninu Lorde.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.