Þróun gjaldeyrismarkaðar og breytingar gjaldeyrisforða ársins 2013 Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 14. janúar 2014 18:40 Vísir/Pjetur Seðlabankinn mun framvegis, í upphafi hvers árs, gera grein fyrir þróun á gjaldeyrismarkaði og breytingum á gjaldeyrisforða á nýliðnu ári. Bankinn segir í frétt sinni að eftir tímabil verulegrar gengislækkunar síðustu mánuði ársins 2012 hafi hann snemma árs 2013 ákveðið að gera hlé á reglulegum gjald-eyriskaupum og styrktist krónan talsvert í kjölfarið. Hinn 15. maí 2013 mótaði peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands stefnu um virkari inngrip bankans á gjaldeyrismarkaði, sem dró úr daglegu flökti og sveiflum í gengi íslensku krónunnar það sem eftir var ársins. Gengi krónunnar styrktist um nær 11% á árinu miðað við vísitölu meðalgengis. Á árinu námu hrein gjaldeyriskaup bankans 9 milljónum evra eða jafnvirði rúmlega einum milljarði króna. Framvirkir gjaldeyrissamningar, sem gerðir voru í árslok 2010 í því skyni að draga úr gjaldeyrismisvægi í bankakerfinu, voru gerðir upp að hluta og styrkti það erlenda gjaldeyrisstöðu Seðlabankans um rúma 29 milljarða króna. Þá voru gerðir gjaldeyrissamningar á árinu sem fólu í sér gjaldeyrisútflæði að fjárhæð 6 milljarða króna.Gjaldeyrismarkaður Gengi krónunnar sveiflaðist nokkuð á fyrri hluta ársins. Gengið varð lægst í janúar en hæst í maí og munar 12,2% á lægsta og hæsta gengi. Á tímabilinu frá 2. janúar til 15. maí, dagsins sem Seðlabankinn boðaði aukin inngrip á gjaldeyrismarkaði, hækkaði gengi krónunnar um 7% en gengið hafði þá lækkað töluvert á ný frá því krónan var sterkust. Styrking yfir sumarmánuði var minni en oft áður og síðustu mánuði ársins hækkaði gengi krónu töluvert, ólíkt árstíðarbreytingum síðustu ára. Snemma sl. ár tilkynnti Seðlabankinn, sem fyrr segir, að tímabundið hlé yrði gert á reglulegum gjaldeyriskaupum á millibankamarkaði með gjaldeyri, m.a. sakir þungrar greiðslubyrði af erlendum lánum. Á fyrsta ársfjórðungi seldi bankinn 36 milljónir evra (6,1 milljarð króna) á gjaldeyrismarkaði auk þess að selja jafnvirði 6 milljarða króna í framvirkum viðskiptum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 15. maí 2013 kom fram að bankinn hygðist grípa til aðgerða í því skyni að draga úr skammtíma-sveiflum á gengi krónunnar. Í júlí hóf Seðlabankinn að kaupa gjaldeyri á markaði. Frá 15. maí til ársloka keypti bankinn 63 milljónir evra (10 milljarða króna) og seldi 18 milljónir evra (2,9 milljarð króna). Á árinu öllu námu hrein gjaldeyriskaup bankans á millibankamarkaði 9 milljónum evra, eða rúmlega einum milljarði króna. Að meðtöldum greiðslum vegna framvirkra samninga aflaði bankinn gjaldeyris sem nam 143,4 milljónum evra eða um 22,7 ma.kr. umfram það sem hann seldi og fór sú fjárhæð til styrktar gjaldeyrisforða bankans. Veltan á gjaldeyrismarkaði var nánast óbreytt frá árinu á undan eða 166 ma.kr. og var hlutdeild Seðlabankans 11,5% sem var heldur lægri en árið áður. Mjög dró úr sveiflum í gengi krónunnar í kjölfar tilkynningar peningastefnunefndar í maí 2013. Flökt gengisvísitölunnar (mælt sem staðal-frávik daglegra breytinga) var tæplega 0,4% á árinu 2013. Áður en virkari inngrip Seðlabankans hófust var það 0,6% en lækkaði verulega í kjölfarið. Frá 15. maí var flöktið tæplega 0,3% og hefur að undanförnu verið með minnsta móti. Yfirlýsing peningastefnunefndar og aðgerðir bankans á gjaldeyrismarkaði í kjölfarið virðast því, ásamt öðrum þáttum, hafa stuðlað að minni sveiflum í gengi á árinu.GjaldeyrisforðiGjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 45 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2013 og var 4,228 milljónir Bandaríkjadala í árslok. Gjaldeyrisviðskipti og uppgjör framvirkra viðskipta juku gjaldeyrisforðann um jafnvirði 22,7 milljarðar króna á sama tímabili. Í lok árs nam gjaldeyrisforðinn í heild 29% af vergri landsframleiðslu. Það svarar til 11 mánaða innflutnings sem er lítils háttar lækkun frá fyrra ári. Bókfært virði erlendra eigna í gjaldeyrisforða lækkaði um 52 milljarðar króna á árinu. Það skýrist að mestu leyti af styrkingu krónunnar en einnig af virðis-breytingum á gulli og verðbréfum í forða. Í lok árs 2013 keypti Seðlabanki Íslands kröfu, í erlendum gjaldmiðli, á innlenda fjármálastofnun af ESÍ (Eignasafni Seðlabanka Íslands) að andvirði um 52 milljarða króna. Samhliða gerði ESÍ upp lán í erlendum gjaldmiðli við Seðlabanka Íslands. Umrædd krafa kemur ekki til aukningar á gjaldeyrisforða fyrr en hún er gerð upp þar sem kröfur á innlenda aðila teljast ekki til gjaldeyrisforða. Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Seðlabankinn mun framvegis, í upphafi hvers árs, gera grein fyrir þróun á gjaldeyrismarkaði og breytingum á gjaldeyrisforða á nýliðnu ári. Bankinn segir í frétt sinni að eftir tímabil verulegrar gengislækkunar síðustu mánuði ársins 2012 hafi hann snemma árs 2013 ákveðið að gera hlé á reglulegum gjald-eyriskaupum og styrktist krónan talsvert í kjölfarið. Hinn 15. maí 2013 mótaði peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands stefnu um virkari inngrip bankans á gjaldeyrismarkaði, sem dró úr daglegu flökti og sveiflum í gengi íslensku krónunnar það sem eftir var ársins. Gengi krónunnar styrktist um nær 11% á árinu miðað við vísitölu meðalgengis. Á árinu námu hrein gjaldeyriskaup bankans 9 milljónum evra eða jafnvirði rúmlega einum milljarði króna. Framvirkir gjaldeyrissamningar, sem gerðir voru í árslok 2010 í því skyni að draga úr gjaldeyrismisvægi í bankakerfinu, voru gerðir upp að hluta og styrkti það erlenda gjaldeyrisstöðu Seðlabankans um rúma 29 milljarða króna. Þá voru gerðir gjaldeyrissamningar á árinu sem fólu í sér gjaldeyrisútflæði að fjárhæð 6 milljarða króna.Gjaldeyrismarkaður Gengi krónunnar sveiflaðist nokkuð á fyrri hluta ársins. Gengið varð lægst í janúar en hæst í maí og munar 12,2% á lægsta og hæsta gengi. Á tímabilinu frá 2. janúar til 15. maí, dagsins sem Seðlabankinn boðaði aukin inngrip á gjaldeyrismarkaði, hækkaði gengi krónunnar um 7% en gengið hafði þá lækkað töluvert á ný frá því krónan var sterkust. Styrking yfir sumarmánuði var minni en oft áður og síðustu mánuði ársins hækkaði gengi krónu töluvert, ólíkt árstíðarbreytingum síðustu ára. Snemma sl. ár tilkynnti Seðlabankinn, sem fyrr segir, að tímabundið hlé yrði gert á reglulegum gjaldeyriskaupum á millibankamarkaði með gjaldeyri, m.a. sakir þungrar greiðslubyrði af erlendum lánum. Á fyrsta ársfjórðungi seldi bankinn 36 milljónir evra (6,1 milljarð króna) á gjaldeyrismarkaði auk þess að selja jafnvirði 6 milljarða króna í framvirkum viðskiptum. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar frá 15. maí 2013 kom fram að bankinn hygðist grípa til aðgerða í því skyni að draga úr skammtíma-sveiflum á gengi krónunnar. Í júlí hóf Seðlabankinn að kaupa gjaldeyri á markaði. Frá 15. maí til ársloka keypti bankinn 63 milljónir evra (10 milljarða króna) og seldi 18 milljónir evra (2,9 milljarð króna). Á árinu öllu námu hrein gjaldeyriskaup bankans á millibankamarkaði 9 milljónum evra, eða rúmlega einum milljarði króna. Að meðtöldum greiðslum vegna framvirkra samninga aflaði bankinn gjaldeyris sem nam 143,4 milljónum evra eða um 22,7 ma.kr. umfram það sem hann seldi og fór sú fjárhæð til styrktar gjaldeyrisforða bankans. Veltan á gjaldeyrismarkaði var nánast óbreytt frá árinu á undan eða 166 ma.kr. og var hlutdeild Seðlabankans 11,5% sem var heldur lægri en árið áður. Mjög dró úr sveiflum í gengi krónunnar í kjölfar tilkynningar peningastefnunefndar í maí 2013. Flökt gengisvísitölunnar (mælt sem staðal-frávik daglegra breytinga) var tæplega 0,4% á árinu 2013. Áður en virkari inngrip Seðlabankans hófust var það 0,6% en lækkaði verulega í kjölfarið. Frá 15. maí var flöktið tæplega 0,3% og hefur að undanförnu verið með minnsta móti. Yfirlýsing peningastefnunefndar og aðgerðir bankans á gjaldeyrismarkaði í kjölfarið virðast því, ásamt öðrum þáttum, hafa stuðlað að minni sveiflum í gengi á árinu.GjaldeyrisforðiGjaldeyrisforði Seðlabankans jókst um 45 milljónir Bandaríkjadala á árinu 2013 og var 4,228 milljónir Bandaríkjadala í árslok. Gjaldeyrisviðskipti og uppgjör framvirkra viðskipta juku gjaldeyrisforðann um jafnvirði 22,7 milljarðar króna á sama tímabili. Í lok árs nam gjaldeyrisforðinn í heild 29% af vergri landsframleiðslu. Það svarar til 11 mánaða innflutnings sem er lítils háttar lækkun frá fyrra ári. Bókfært virði erlendra eigna í gjaldeyrisforða lækkaði um 52 milljarðar króna á árinu. Það skýrist að mestu leyti af styrkingu krónunnar en einnig af virðis-breytingum á gulli og verðbréfum í forða. Í lok árs 2013 keypti Seðlabanki Íslands kröfu, í erlendum gjaldmiðli, á innlenda fjármálastofnun af ESÍ (Eignasafni Seðlabanka Íslands) að andvirði um 52 milljarða króna. Samhliða gerði ESÍ upp lán í erlendum gjaldmiðli við Seðlabanka Íslands. Umrædd krafa kemur ekki til aukningar á gjaldeyrisforða fyrr en hún er gerð upp þar sem kröfur á innlenda aðila teljast ekki til gjaldeyrisforða.
Mest lesið Slúbbertar og enn verri sögur, afreksfólk og ástin Atvinnulíf Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Bolabítur á buxnaskálm: Fjöldi „kerfisfræðinga“ að misnota veikindaréttinn Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira