Innlent

Ekki upplýst um óskir Framsóknarmanna

Heimir Már Pétursson skrifar
Í frétt á Vísi fyrr í dag sögðum við frá því að Framsóknarmenn í Kópavogi vildu að Gunnar Birgisson og Aðalsteinn Jónsson bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hættu sem formenn nefnda hjá bænum og vitnuðum í viðtal við Ómar Stefánsson oddvita Framsóknarflokksins í tengslum við það. Það ljáðist hins vegar að geta þess að viðtalið við Ómar var tekið fyrir fund formanna Framsóknarfélaga í bænum í gær og er beðist velvirðingar á því.

Ómar segir að eftir fundinn hafi verið ákveðið að setja fram ákveðnar óskir við Sjálfstæðismenn varðandi framhald mála og Ármanni Kr. Ólafssyni bæjarstjóra gefið svigrúm til að ræða þær óskir við sitt fólk. Hvaða óskir það séu verði ekki upplýst fyrr en flokkarnir væru búnir að ræða saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×