Eimskipafélagið 100 ára í dag Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2014 13:25 Eimskipafélag Íslands er 100 ára í dag en félagið var stofnað þann 17. janúar 1914, þar sem á fimmta hundrað manns komu saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. Félagið var nefnt Óskabarn þjóðarinnar í fjölmiðlum landsins en upphaf félagsins var einstakt, þar sem 14.000 manns lögðu félaginu til hlutafé. Árið 1915 komu fyrstu tvö skip félagsins til Íslands, Gullfoss í apríl og Goðafoss í júní. „Það er skemmtilegt og spennandi ár framundan og haldið verður upp á afmælið með ýmsum viðburðum, stórum sem smáum. Það verður mikið um að vera,“ segir Ólafur W. Hand, forstöðumaður markaðs-og kynningardeildar Eimskips. Mikil og glæsileg afmælishátíð verður haldin í Hörpunni í dag þar sem íslensk dægurtónlist í bland við sögu félagsins verður flutt í Eldborgarsal. Fram koma meðal annarra Björn Jörundur, Valdimar, KK, Bubbi Morthens, Sigríður Thorlacius, Egill Ólafsson, Magnús Eiríksson, Unnsteinn Manuel, Eyþór Ingi og Pálmi Gunnarsson. „Eimskip er elsta skipafélag Íslands og hefur félagið frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim,“ segir Ólafur. Eimskip rekur nú skrifstofur í 19 löndum og hefur umboðsmenn í fjölmörgum öðrum þar að auki.Saga Eimskips gefin út Af þessu tilefni hefur Saga Eimskips, Eimskipafélag Íslands í 100 ár, verið gefin út. Um er að ræða þrjú bindi saman í öskju, sögu félagsins, listaverkasafn og skipasögu. Sagan er rituð af Guðmundi Magnússyni, Þorsteinn Jónsson tók saman listaverkasafnið og Hilmar Snorrason skráði skipasöguna. Saga félagsins er afrakstur umfangsmikillar könnunar frumheimilda í skjalasöfnum, einkum í skjalasafni Eimskipafélagsins. Einnig er stuðst við opinber gögn og umfjöllun fjölmiðla um félagið. Um 400 ljósmyndir, gamlar og nýjar, prýða ritverkið. „Það er mjög ánægjulegt að sjá 100 ára sögu Eimskips koma út á prenti og í jafn glæsilegum bindum og raun ber vitni. Saga félagsins er afar umfangsmikil eins og gefur að skilja og segja má með sanni að hún sé samofin sögu þjóðarinnar í heila öld,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Hann segir félagið hafa verið mikilvægt áhrifaafl og liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrstu áratugum síðustu aldar. Eimskip sé elsta flutningafyrirtæki landsins og hafi félagið frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu „Saga Eimskips er saga atvinnu- og viðskiptalífs, efnahags- og stjórnmála. Hún er ekki síst saga kraftmikilla einstaklinga sem áttu stóran þátt í að ryðja nútímanum braut á Íslandi,“ segir Gylfi ennfremur.Höfundar bókanna þriggja Þorsteinn Jónsson, Hilmar Snorrason og Guðmundur Magnússon ásamt Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskips.Vísir/Eimskip Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira
Eimskipafélag Íslands er 100 ára í dag en félagið var stofnað þann 17. janúar 1914, þar sem á fimmta hundrað manns komu saman í Fríkirkjunni í Reykjavík. Félagið var nefnt Óskabarn þjóðarinnar í fjölmiðlum landsins en upphaf félagsins var einstakt, þar sem 14.000 manns lögðu félaginu til hlutafé. Árið 1915 komu fyrstu tvö skip félagsins til Íslands, Gullfoss í apríl og Goðafoss í júní. „Það er skemmtilegt og spennandi ár framundan og haldið verður upp á afmælið með ýmsum viðburðum, stórum sem smáum. Það verður mikið um að vera,“ segir Ólafur W. Hand, forstöðumaður markaðs-og kynningardeildar Eimskips. Mikil og glæsileg afmælishátíð verður haldin í Hörpunni í dag þar sem íslensk dægurtónlist í bland við sögu félagsins verður flutt í Eldborgarsal. Fram koma meðal annarra Björn Jörundur, Valdimar, KK, Bubbi Morthens, Sigríður Thorlacius, Egill Ólafsson, Magnús Eiríksson, Unnsteinn Manuel, Eyþór Ingi og Pálmi Gunnarsson. „Eimskip er elsta skipafélag Íslands og hefur félagið frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu en í dag býður Eimskip upp á alhliða flutningsþjónustu um allan heim,“ segir Ólafur. Eimskip rekur nú skrifstofur í 19 löndum og hefur umboðsmenn í fjölmörgum öðrum þar að auki.Saga Eimskips gefin út Af þessu tilefni hefur Saga Eimskips, Eimskipafélag Íslands í 100 ár, verið gefin út. Um er að ræða þrjú bindi saman í öskju, sögu félagsins, listaverkasafn og skipasögu. Sagan er rituð af Guðmundi Magnússyni, Þorsteinn Jónsson tók saman listaverkasafnið og Hilmar Snorrason skráði skipasöguna. Saga félagsins er afrakstur umfangsmikillar könnunar frumheimilda í skjalasöfnum, einkum í skjalasafni Eimskipafélagsins. Einnig er stuðst við opinber gögn og umfjöllun fjölmiðla um félagið. Um 400 ljósmyndir, gamlar og nýjar, prýða ritverkið. „Það er mjög ánægjulegt að sjá 100 ára sögu Eimskips koma út á prenti og í jafn glæsilegum bindum og raun ber vitni. Saga félagsins er afar umfangsmikil eins og gefur að skilja og segja má með sanni að hún sé samofin sögu þjóðarinnar í heila öld,“ segir Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips. Hann segir félagið hafa verið mikilvægt áhrifaafl og liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga á fyrstu áratugum síðustu aldar. Eimskip sé elsta flutningafyrirtæki landsins og hafi félagið frá upphafi lagt höfuðáherslu á skipaflutninga til og frá landinu „Saga Eimskips er saga atvinnu- og viðskiptalífs, efnahags- og stjórnmála. Hún er ekki síst saga kraftmikilla einstaklinga sem áttu stóran þátt í að ryðja nútímanum braut á Íslandi,“ segir Gylfi ennfremur.Höfundar bókanna þriggja Þorsteinn Jónsson, Hilmar Snorrason og Guðmundur Magnússon ásamt Gylfa Sigfússyni, forstjóra Eimskips.Vísir/Eimskip
Mest lesið Costco lækkaði í morgun og bætti svo í Neytendur Neytendur eigi meira inni Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Eldsneytisverð lækkaði hressilega á miðnætti Neytendur Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Algengustu áramótaheitin 2026 og góð ráð til að standa við þau Atvinnulíf Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Viðskipti innlent Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Viðskipti innlent Sýn tilnefnt sem Besta íslenska vörumerkið 2025 Samstarf Persónuleg áætlanagerð fyrir 2026 aldrei verið jafn auðveld og nú Atvinnulíf Fleiri fréttir Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Sjá meira