Sport

Jamaíska bobsleðaliðið komst á ÓL

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Frá Ólympíuleikunum í Calgary.
Frá Ólympíuleikunum í Calgary. NordicPhotos/Getty
Jamaíska bobsleðalið er aftur komið í heimsfréttirnar en afrek þeirra á Vetrarólympíuleikunum í Calgary 1988 var aðalumfjöllunarefni kvikmyndarinnar „Cool Runnings“ sem sló í gegn í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar.

Snjór og ís þekkist ekki á hitabeltiseyjunni Jamaíka og því vakti þátttaka jamaísku boðbsleðamannanna gríðarlega athygli í íþróttaheiminum sem og annarstaðar.

Það eru tólf ár liðin síðan að Jamaíka átti bobsleða á Ólympíuleikunum en biðin er nú á enda. Winston Watts keppti á Vetrarólympíuleikunum í Salt Lake City árið 2002 en nú er hann aftur búinn að tryggja sér þátttökurétt á leikunum en nú í tvímenningi.

Winston Watts og félagi hans Marvin Dixon hafa náð nauðsynlegum stigum til að komast á leikana og forráðamenn Vetrarólympíuleikanna í Sochi greindu frá því á twitter-síðu leikanna.

Þeir bíða nú einungis eftir staðfestingu frá jamaísku Ólympíunefndinni en þar gætu reyndar peningavandræði komið í veg fyrir að þeir Winston Watts og Marvin Dixon komist til Sochi.

Winston Watts er nú 46 ára gamall og er á leiðinni á sína fjórðu Ólympíuleika fá hann grænt ljós. Hann var einnig með 1994, 1998 og svo auðvitað 2002.

Hér fyrir neðan má sjá tvær stiklur úr Cool Runnings myndinni frá árinu 1993.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×