Lífið

Eftirsóttasti piparsveinn heims

Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Leikarinn Scott Eastwood, sonur stórleikarans Clints Eastwoods, hefur verið kosinn eftirsóttasti piparsveinn heims af tímaritinu Town & Country.

Meðal annarra nafna á listanum eru bandaríski aktívistinn Ronan Farrow, Harry prins og John „Jack“ Schlossberg, afabarn John F. Kennedy heitins, fyrrverandi Bandaríkjaforseta.

Scott tekur titilinn ekki of hátíðlega.

„Ég var í London að leika í kvikmyndinni Fury og tók ekki mikið eftir þessu. Þessir hlutir koma og fara,“ segir Scott og bætir við að draumakonu hans þurfi að líða vel einni og að hún þurfi að geta skilið símann eftir heima.

Stæltur.
Sjarmör eins og pabbi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.