Sautján burðardýr gripin í Leifsstöð Jakob Bjarnar skrifar 9. janúar 2014 14:54 Meðal þess sem Kári Gunnlaugsson og félagar haldlögðu á síðasta ári í Leifsstöð var ellefu kíló af amfetamíni, tæp tvö kíló af kókaíni og 14.186 e-töflur auk amfetamínbasa í flösku. Tollverðir stöðvuðu sautján meint burðardýr fíkniefna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári. Um var að ræða fimm Íslendinga og tólf einstaklinga, sem voru af erlendu bergi brotnir. Að sögn Kára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar var um að ræða 15 karlmenn og 2 konur, þannig að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem reyna að lauma fíkniefnum til landsins. Umræddir einstaklingar reyndust, samkvæmt bráðabirgðatölum Tollstjóra, vera með samtals tæplega ellefu kíló af amfetamíni, tæp tvö kíló af kókaíni og 14.186 e-töflur í fórum sínum, auk amfetamínbasa í flösku sem eitt burðardýranna braut í flugstöðinni. Þessu til viðbótar var haldlagt minni háttar magn kannabisefna. Ýmist hafði fólkið komið efnunum fyrir innvortis, falið þau innan klæða eða í farangri sínum. „Það eru þessar þrjár leiðir sem helst eru reyndar í Leifsstöð,“ segir Kári og man ekki eftir neinum sem var sérstaklega frumlegur, það eru nokkur göt á mannslíkamanum og þau eru nýtt. „Eftirminnilegast er málið sem kom í fréttum, þegar maðurinn kastaði flöskunni með amfetamínbasa í gólfið. Svona flaska með amfetamínbasa getur verið á við 10 til 15 kíló af amfetamíni. Eftirminnilegast af þessum atvikum. Og gefur til kynna hversu harður þessi heimur er orðinn.“ Eins og áður sagði er um meira magn að ræða nú en undanfarin ár. Til samanburðar má geta þess að árið 2012 stöðvuðu tollverðir sextán burðardýr fíkniefna í flugstöðinni. Þau voru með samtals rúmlega 9,5 kíló af amfetamíni, rúm 4,8 kíló af kókaíni, 1.530 e-töflur og 415 grömm af e-töfludufti. Um var að ræða tíu Íslendinga og sex útlendinga. Kári vill meina að þetta sé til marks um að menn séu að vinna vinnuna sína og standa sig vel. Erfiðara er um að segja hvort draga megi þá ályktun að meira magn eiturlyfja sé í umferð nú en verið hefur. Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Tollverðir stöðvuðu sautján meint burðardýr fíkniefna í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á síðasta ári. Um var að ræða fimm Íslendinga og tólf einstaklinga, sem voru af erlendu bergi brotnir. Að sögn Kára Gunnlaugssonar yfirtollvarðar var um að ræða 15 karlmenn og 2 konur, þannig að karlmenn eru í yfirgnæfandi meirihluta þeirra sem reyna að lauma fíkniefnum til landsins. Umræddir einstaklingar reyndust, samkvæmt bráðabirgðatölum Tollstjóra, vera með samtals tæplega ellefu kíló af amfetamíni, tæp tvö kíló af kókaíni og 14.186 e-töflur í fórum sínum, auk amfetamínbasa í flösku sem eitt burðardýranna braut í flugstöðinni. Þessu til viðbótar var haldlagt minni háttar magn kannabisefna. Ýmist hafði fólkið komið efnunum fyrir innvortis, falið þau innan klæða eða í farangri sínum. „Það eru þessar þrjár leiðir sem helst eru reyndar í Leifsstöð,“ segir Kári og man ekki eftir neinum sem var sérstaklega frumlegur, það eru nokkur göt á mannslíkamanum og þau eru nýtt. „Eftirminnilegast er málið sem kom í fréttum, þegar maðurinn kastaði flöskunni með amfetamínbasa í gólfið. Svona flaska með amfetamínbasa getur verið á við 10 til 15 kíló af amfetamíni. Eftirminnilegast af þessum atvikum. Og gefur til kynna hversu harður þessi heimur er orðinn.“ Eins og áður sagði er um meira magn að ræða nú en undanfarin ár. Til samanburðar má geta þess að árið 2012 stöðvuðu tollverðir sextán burðardýr fíkniefna í flugstöðinni. Þau voru með samtals rúmlega 9,5 kíló af amfetamíni, rúm 4,8 kíló af kókaíni, 1.530 e-töflur og 415 grömm af e-töfludufti. Um var að ræða tíu Íslendinga og sex útlendinga. Kári vill meina að þetta sé til marks um að menn séu að vinna vinnuna sína og standa sig vel. Erfiðara er um að segja hvort draga megi þá ályktun að meira magn eiturlyfja sé í umferð nú en verið hefur.
Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira