Ellen – ekki söngkonan Þórdís Lilja Gunnarsdóttir skrifar 8. mars 2014 10:30 Ellen Kristjánsdóttir með níu mánaða dóttur sína, Auði Lilju. mynd/gva Hafnfirska húsmóðirin Ellen Kristjánsdóttir er ekki söngkonan margfræga. Það þurfti hún að ítreka í símaskránni. „Frá því ég var tíu ára hefur síminn hringt stöðugt vegna misskilnings um að ég væri söngkonan Ellen Kristjánsdóttir,“ segir Ellen Kristjánsdóttir, húsmóðir í fæðingarorlofi. Í símaskrá er ritað „ekki söngkonan“ á eftir nafni Ellenar og þannig hefur það verið í tvö ár. „Fyrir misgáning hef ég verið beðin um að koma í viðtöl og fengið símtöl frá aðdáendum en mér þótti erfiðast að taka á móti símtölum frá syrgjandi fólki sem bað mig að syngja í jarðarförum og útskýra fyrir þeim að þeir hefðu hringt í vitlausa Ellen.“ Síminn þagnaði hjá Ellen eftir að hún breytti skráningunni. „Þegar ég fór fram á þessa breytingu hjá já.is uppskar ég mikinn hlátur því þetta þótti sniðugt. Ég hafði áður reynt að hafa starfsheiti mitt fyrir aftan nafnið en fólk hringdi eftir sem áður og spurði hvort ég væri frænka söngkonunnar, skírð í höfuðið á henni eða gæti haft milligöngu um samband við hana,“ segir Ellen og hlær dátt. Góðlátlegt grín Ellen á ellefu ára son, níu mánaða dóttur og tvö stjúpbörn, sjö og tíu ára, sem henni eru kær. Hún hefur undanfarin níu ár starfað sem verslunarstjóri hjá KFC en er nú í atvinnuleit. „Mig langar að breyta til og prófa eitthvað nýtt þótt KFC sé æðislegur vinnustaður hjá frábærum vinnuveitendum sem gera mjög vel við sitt fólk.“ Áður en Ellen fór til KFC vann hún í Fjarðarkaupi með hressu fólki. „Einn daginn kallaði verslunarstjórinn í hátalarakerfið: „Ellen Kristjánsdóttir! Ellen Kristjánsdóttir! Vinsamlegast komdu inn á skrifstofu.“ Þegar ég kom þangað var ég auðvitað beðin um að taka lagið við mikla kátínu viðstaddra,“ segir Ellen um góðlátlegt grínið, sem hefur fylgt henni lengi vegna nafnaruglingsins. „Ég hef líka fengið símtöl um miðjar nætur og minnisstætt þegar eldri maður hringdi og sagðist eiga allar plöturnar mínar. Ég tjáði honum að ég væri ekki söngkonan en hann svaraði því til að ég segði nú bara svo vegna þess að hann væri með þetta ónæði og bað mig að skila kærri kveðju til KK bróður míns.“Sættist við nafnið Ellen hefur aldrei farið á tónleika með nöfnu sinni. „Mér hefur alltaf þótt Ellen vera góð og sérstök söngkona, með sinn eigin söngstíl sem er engum líkur. Ég hef einkum yndi af söng þeirra systkina, Ellenar og KK, og fékk jólaplötu þeirra í jólagjöf frá kallinum mínum, en uppáhaldslagið með Ellen er „When I think of angels“.“ Þegar Ellen var telpa varð hún stundum þreytt á ruglingnum. „Þá spurði ég mömmu af hverju í ósköpunum hún hefði látið skíra mig þessu nafni en mamma gerði bara gott úr því enda hafði hún valið mér nafnið vegna fegurðar þess. Í dag mundi ég heldur ekki vilja breyta því.“Ellen Kristjánsdóttir söngkona með Eyþóri Gunnarssyni og börnunum fjórum.Ellen og Ellen Blaðamaður hafði samband við Ellen Kristjánsdóttur söngkonu sem hafði samúð með nöfnu sinni en gladdist yfir tilvist hennar, bað fyrir kveðju til hennar og bauð henni á tónleika um aðra helgi. Þá verður Ellen, ásamt eiginmanninum Eyþóri Gunnarssyni og dætrunum Sigríði, Elísabetu og Elínu með tónleika í Landnámssetrinu, Borgarnesi, föstudaginn 14. mars og á Café Rósenberg laugardaginn 15. mars. Þó öll hafi þau tónlist að aðalstarfi er sjaldgæft að þau komi saman fram á tónleikum. Systurnar hafa að undanförnu gert víðreist með hljómsveit sinni, Sísý Ey, og Eyþór sinnir tónlistarstörfum heima og erlendis, meðal annars með hljómsveitinni Mezzoforte. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, frumsamin og tökulög. Miðapantanir eru hjá Landnámssetrinu og á Café Rósenberg. Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Sjá meira
Hafnfirska húsmóðirin Ellen Kristjánsdóttir er ekki söngkonan margfræga. Það þurfti hún að ítreka í símaskránni. „Frá því ég var tíu ára hefur síminn hringt stöðugt vegna misskilnings um að ég væri söngkonan Ellen Kristjánsdóttir,“ segir Ellen Kristjánsdóttir, húsmóðir í fæðingarorlofi. Í símaskrá er ritað „ekki söngkonan“ á eftir nafni Ellenar og þannig hefur það verið í tvö ár. „Fyrir misgáning hef ég verið beðin um að koma í viðtöl og fengið símtöl frá aðdáendum en mér þótti erfiðast að taka á móti símtölum frá syrgjandi fólki sem bað mig að syngja í jarðarförum og útskýra fyrir þeim að þeir hefðu hringt í vitlausa Ellen.“ Síminn þagnaði hjá Ellen eftir að hún breytti skráningunni. „Þegar ég fór fram á þessa breytingu hjá já.is uppskar ég mikinn hlátur því þetta þótti sniðugt. Ég hafði áður reynt að hafa starfsheiti mitt fyrir aftan nafnið en fólk hringdi eftir sem áður og spurði hvort ég væri frænka söngkonunnar, skírð í höfuðið á henni eða gæti haft milligöngu um samband við hana,“ segir Ellen og hlær dátt. Góðlátlegt grín Ellen á ellefu ára son, níu mánaða dóttur og tvö stjúpbörn, sjö og tíu ára, sem henni eru kær. Hún hefur undanfarin níu ár starfað sem verslunarstjóri hjá KFC en er nú í atvinnuleit. „Mig langar að breyta til og prófa eitthvað nýtt þótt KFC sé æðislegur vinnustaður hjá frábærum vinnuveitendum sem gera mjög vel við sitt fólk.“ Áður en Ellen fór til KFC vann hún í Fjarðarkaupi með hressu fólki. „Einn daginn kallaði verslunarstjórinn í hátalarakerfið: „Ellen Kristjánsdóttir! Ellen Kristjánsdóttir! Vinsamlegast komdu inn á skrifstofu.“ Þegar ég kom þangað var ég auðvitað beðin um að taka lagið við mikla kátínu viðstaddra,“ segir Ellen um góðlátlegt grínið, sem hefur fylgt henni lengi vegna nafnaruglingsins. „Ég hef líka fengið símtöl um miðjar nætur og minnisstætt þegar eldri maður hringdi og sagðist eiga allar plöturnar mínar. Ég tjáði honum að ég væri ekki söngkonan en hann svaraði því til að ég segði nú bara svo vegna þess að hann væri með þetta ónæði og bað mig að skila kærri kveðju til KK bróður míns.“Sættist við nafnið Ellen hefur aldrei farið á tónleika með nöfnu sinni. „Mér hefur alltaf þótt Ellen vera góð og sérstök söngkona, með sinn eigin söngstíl sem er engum líkur. Ég hef einkum yndi af söng þeirra systkina, Ellenar og KK, og fékk jólaplötu þeirra í jólagjöf frá kallinum mínum, en uppáhaldslagið með Ellen er „When I think of angels“.“ Þegar Ellen var telpa varð hún stundum þreytt á ruglingnum. „Þá spurði ég mömmu af hverju í ósköpunum hún hefði látið skíra mig þessu nafni en mamma gerði bara gott úr því enda hafði hún valið mér nafnið vegna fegurðar þess. Í dag mundi ég heldur ekki vilja breyta því.“Ellen Kristjánsdóttir söngkona með Eyþóri Gunnarssyni og börnunum fjórum.Ellen og Ellen Blaðamaður hafði samband við Ellen Kristjánsdóttur söngkonu sem hafði samúð með nöfnu sinni en gladdist yfir tilvist hennar, bað fyrir kveðju til hennar og bauð henni á tónleika um aðra helgi. Þá verður Ellen, ásamt eiginmanninum Eyþóri Gunnarssyni og dætrunum Sigríði, Elísabetu og Elínu með tónleika í Landnámssetrinu, Borgarnesi, föstudaginn 14. mars og á Café Rósenberg laugardaginn 15. mars. Þó öll hafi þau tónlist að aðalstarfi er sjaldgæft að þau komi saman fram á tónleikum. Systurnar hafa að undanförnu gert víðreist með hljómsveit sinni, Sísý Ey, og Eyþór sinnir tónlistarstörfum heima og erlendis, meðal annars með hljómsveitinni Mezzoforte. Á efnisskrá eru lög úr ýmsum áttum, frumsamin og tökulög. Miðapantanir eru hjá Landnámssetrinu og á Café Rósenberg.
Mest lesið Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Lífið Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Lífið Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Lífið „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Gaf eistum kærastans gælunafn Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Ein heitasta söngkona landsins á lausu Lífið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Ein heitasta söngkona landsins á lausu Svona verða stórtónleikar Kaleo í Vaglaskógi Gaf eistum kærastans gælunafn „Þetta hefur öfug áhrif og fólki líður bara verr“ Vera Illuga leiðir áhorfendur gegnum skilnað Ástin sveif yfir ítölskum vötnum Cosby Show-stjarna látin Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Heimsfræg lesbía á leið til landsins Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Ákváðu að vera um kyrrt á Englandi þegar Trump náði kjöri Millie Bobby Brown í hóp Íslandsvina Stór saga í litlum umbúðum: „Barnæskan mín er greypt í minnið“ Segir af sér eftir að Coldplay kom óvart upp um framhjáhaldið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Krakkatían: Barbie, forseti og flugstöð Charli xcx gifti sig „Nú eruð þið farin að draga mig aftur inn í pólitíska umræðu“ Óskandi að það væru fleiri börn með Downs á Íslandi Fréttatía vikunnar: Eldgos, heimsókn Ursulu og frægur gítar Grátbað um að fá að deyja en fagnar nú öllum framförum Stjórn fyrirtækisins hefur formlega rannsókn Bragason leikur Zeldu prinsessu Borgarbörnin orðin sveitaballasjúk: „Ef þú ferð þangað sérðu ekki einn síma á lofti“ Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Ótrúleg upplifun að vera í algjöru myrkri á tónleikum Tognaður í báðum lærum og blöðrur á öllum tám Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Sjá meira