Elvar og Martin: Leikurinn hraðari hér en á Íslandi | Myndband Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. desember 2014 11:15 „Það er langt síðan við unnum þrjá leiki í röð, en mínir strákar unnu fyrir þessu. Þeir voru virkilega góðir,“ sagði Jack Perri, þjálfari LIU Blackbirds, eftir sigur liðsins á Florida International í bandarísku háskólakörfunni í nótt. Svartþrestirnir byrjuðu tímabilið illa og töpuðu sex leikjum í röð, en eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð eftir sigurinn í nótt.Sjá einnig:Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Íslendingarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson spiluðu mjög vel, sérstaklega Elvar sem fór hreinlega á kostum í Barcklays Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn Nets. Njarðvíkingurin skoraði 17 stig í leiknum, þar af tvær þriggja stiga körfur í röð þegar gestirnir frá Flórída voru byrjaðir á saxa á forskotið.Elvar Már fór á kostum.vísir/getty„Hann er með mikið sjálfstraust og það réttilega. Hann er virkilega hæfileikaríkur og góður körfubolta. Þessar þriggja stiga körfur voru okkur mikilvægar,“ sagði Jack Perri. LIU skoraði tíu stig á móti tveimur þegar FIU var komið yfir í seinni hálfleik, 43-39, og tóku aftur völdin í leiknum. „Við skoruðum þessi tíu stig þökk sé góðri vörn. Við stálum boltanum t.a.m. tvisvar. Þetta voru auðveldar körfur. Ég sjálfur var ekki að hitta til að byrja með en svo datt þetta inn,“ sagði Elvar Már. Fjórir leikmenn í liði LIU skoruðu tíu stig eða meira og segir Martin Hermannsson mikil gæði vera í liðinu. „Við erum með hæfileikaríka leikmenn sem geta allir spilað vel. Það er einn góður í einum leik og annar í þeim næsta. Það skiptir ekki máli hver það er á meðan við stöndum saman,“ sagði Martin. Elvar Már hefur spilað mjög vel í fyrstu níu leikjum Brooklyn og verið allt í öllu í leik liðsins. Hann er nú búinn að skora yfir tíu stig í fjórum leikjum í röð. „Það tók mig smá tíma að aðlagast hérna. Leikurinn hér er miklu hraðari en á Íslandi og leikmennirnir sterkari. Ég er að ná tökum á þessu,“ sagði Elvar og Martin tók undir orð góðvinar síns. „Við fengum góða reynslu að spila með landsliðinu þar sem við spilum við stærri og sterkari stráka. Deildin hér en mun hraðari en heima og menn líkamlega sterkari og betri íþróttamenn,“ sagði Martin Hermannsson. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni og brot úr leiknum má finna hér að neðan. Körfubolti Tengdar fréttir Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Svartþrestirnir í Brooklyn komnir á mikinn skrið og Íslendingarnir halda áfram að spila mjög vel. 19. desember 2014 09:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
„Það er langt síðan við unnum þrjá leiki í röð, en mínir strákar unnu fyrir þessu. Þeir voru virkilega góðir,“ sagði Jack Perri, þjálfari LIU Blackbirds, eftir sigur liðsins á Florida International í bandarísku háskólakörfunni í nótt. Svartþrestirnir byrjuðu tímabilið illa og töpuðu sex leikjum í röð, en eru nú búnir að vinna þrjá leiki í röð eftir sigurinn í nótt.Sjá einnig:Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Íslendingarnir Elvar Már Friðriksson og Martin Hermannsson spiluðu mjög vel, sérstaklega Elvar sem fór hreinlega á kostum í Barcklays Center, heimavelli NBA-liðsins Brooklyn Nets. Njarðvíkingurin skoraði 17 stig í leiknum, þar af tvær þriggja stiga körfur í röð þegar gestirnir frá Flórída voru byrjaðir á saxa á forskotið.Elvar Már fór á kostum.vísir/getty„Hann er með mikið sjálfstraust og það réttilega. Hann er virkilega hæfileikaríkur og góður körfubolta. Þessar þriggja stiga körfur voru okkur mikilvægar,“ sagði Jack Perri. LIU skoraði tíu stig á móti tveimur þegar FIU var komið yfir í seinni hálfleik, 43-39, og tóku aftur völdin í leiknum. „Við skoruðum þessi tíu stig þökk sé góðri vörn. Við stálum boltanum t.a.m. tvisvar. Þetta voru auðveldar körfur. Ég sjálfur var ekki að hitta til að byrja með en svo datt þetta inn,“ sagði Elvar Már. Fjórir leikmenn í liði LIU skoruðu tíu stig eða meira og segir Martin Hermannsson mikil gæði vera í liðinu. „Við erum með hæfileikaríka leikmenn sem geta allir spilað vel. Það er einn góður í einum leik og annar í þeim næsta. Það skiptir ekki máli hver það er á meðan við stöndum saman,“ sagði Martin. Elvar Már hefur spilað mjög vel í fyrstu níu leikjum Brooklyn og verið allt í öllu í leik liðsins. Hann er nú búinn að skora yfir tíu stig í fjórum leikjum í röð. „Það tók mig smá tíma að aðlagast hérna. Leikurinn hér er miklu hraðari en á Íslandi og leikmennirnir sterkari. Ég er að ná tökum á þessu,“ sagði Elvar og Martin tók undir orð góðvinar síns. „Við fengum góða reynslu að spila með landsliðinu þar sem við spilum við stærri og sterkari stráka. Deildin hér en mun hraðari en heima og menn líkamlega sterkari og betri íþróttamenn,“ sagði Martin Hermannsson. Hér að ofan má sjá blaðamannafundinn í heild sinni og brot úr leiknum má finna hér að neðan.
Körfubolti Tengdar fréttir Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Svartþrestirnir í Brooklyn komnir á mikinn skrið og Íslendingarnir halda áfram að spila mjög vel. 19. desember 2014 09:30 Mest lesið John Cena hættur að glíma Sport Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Handbolti Sjáðu sjálfsmörkin sem björguðu Arsenal og hetju Liverpool skora tvö Enski boltinn Danir og Svíar eiga í deilum um kornunga drengi Fótbolti Þjálfari Orra Steins látinn fara Fótbolti Lunga NFL-stjörnu féll saman eftir nálastungumeðferð Sport Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Formúla 1 Hundrað ára vaxtarræktarkappi Sport Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Sjá meira
Elvar Már fór á kostum á heimavelli Brooklyn Nets | Myndband Svartþrestirnir í Brooklyn komnir á mikinn skrið og Íslendingarnir halda áfram að spila mjög vel. 19. desember 2014 09:30