Orri var uppgötvaður í Bónus Marín Manda skrifar 17. janúar 2014 16:00 Orri Helgason „Helgi Ómarsson ljósmyndari sá mig í Bónus fyrir þremur árum. Hann hafði svo samband og bað mig um að koma í myndatöku. Ég var hálfragur við það fyrst en lét svo til leiðast,“ segir hinn 19 ára Orri Helgason sem er nemi í Verslunarskólanum. Eftir myndatökuna fóru hjólin að snúast, Orri fór á skrá hjá Eskimo Models og myndirnar sem Helgi Ómarsson tók rötuðu inn á tískusíðuna Thefashionisto.com. Skömmu síðar bauðst Orra tækifæri til að fara til Mílanó á vegum Eskimo Models og fyrirsætuskrifstofunnar 2morrow Model í prufur hjá Calvin Klein. Þá fékk hann ekki tækifæri til að spreyta sig en í síðustu viku var Orri sérbókaður að nýju til Mílanó og fór í prufur fyrir Versace. Hann endaði á tískupallinum ásamt öðrum þaulvönum fyrirsætum. Hann segist hafa verið óvenju lítið stressaður þegar sýningin fór í gang og hafi í raun ekki áttað sig á öllu umfanginu fyrr en heim kom.Orri Helgason„Mér fannst þetta allt voðalega skrítið. Ég var settur í hár- og handsnyrtingu og förðun og gekk á smá hælum á runway-inu,“ segir hann og hlær. „Þarna var fólk í bransanum sem vildi mynda sig með Orra frá Íslandi, sem ég skil ekki. Svo sat tónlistarmaðurinn Drake á fremsta bekk og ég sá hann ekki einu sinni.“ Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models, segir árangur Orra þann besta sem karlfyrirsæta frá Íslandi hefur náð á svo skömmum tíma. Orri hyggst þó ekki hella sér alfarið í fyrirsætubransann og segist vilja klára skólann með glæsibrag og halda áfram að iðka crossfit sem keppnisíþrótt.Hægt er skoða fleiri myndir af Orra á hér. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira
„Helgi Ómarsson ljósmyndari sá mig í Bónus fyrir þremur árum. Hann hafði svo samband og bað mig um að koma í myndatöku. Ég var hálfragur við það fyrst en lét svo til leiðast,“ segir hinn 19 ára Orri Helgason sem er nemi í Verslunarskólanum. Eftir myndatökuna fóru hjólin að snúast, Orri fór á skrá hjá Eskimo Models og myndirnar sem Helgi Ómarsson tók rötuðu inn á tískusíðuna Thefashionisto.com. Skömmu síðar bauðst Orra tækifæri til að fara til Mílanó á vegum Eskimo Models og fyrirsætuskrifstofunnar 2morrow Model í prufur hjá Calvin Klein. Þá fékk hann ekki tækifæri til að spreyta sig en í síðustu viku var Orri sérbókaður að nýju til Mílanó og fór í prufur fyrir Versace. Hann endaði á tískupallinum ásamt öðrum þaulvönum fyrirsætum. Hann segist hafa verið óvenju lítið stressaður þegar sýningin fór í gang og hafi í raun ekki áttað sig á öllu umfanginu fyrr en heim kom.Orri Helgason„Mér fannst þetta allt voðalega skrítið. Ég var settur í hár- og handsnyrtingu og förðun og gekk á smá hælum á runway-inu,“ segir hann og hlær. „Þarna var fólk í bransanum sem vildi mynda sig með Orra frá Íslandi, sem ég skil ekki. Svo sat tónlistarmaðurinn Drake á fremsta bekk og ég sá hann ekki einu sinni.“ Andrea Brabin, eigandi Eskimo Models, segir árangur Orra þann besta sem karlfyrirsæta frá Íslandi hefur náð á svo skömmum tíma. Orri hyggst þó ekki hella sér alfarið í fyrirsætubransann og segist vilja klára skólann með glæsibrag og halda áfram að iðka crossfit sem keppnisíþrótt.Hægt er skoða fleiri myndir af Orra á hér.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Fleiri fréttir Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sjá meira