Angel Care veldur dauðsföllum: Svona tryggir þú öryggi barnsins þíns Hrund Þórsdóttir skrifar 18. janúar 2014 20:00 Margir foreldrar kannast við Angel Care tækið, sem vaktar andardrátt, hjartslátt og hreyfingar barna þegar þau sofa. Komið hefur í ljós að tækið getur skapað hengingarhættu sé rangt farið með það og hafa tvö bandarísk börn látið lífið vegna þessa. 600 þúsund tæki voru innkölluð ytra og hefur Neytendastofa nú vakið athygli átilkynningu VL heildverslunar, þar sem fram kemur að snúra úr skynjaraplötu sem sett er undir dýnu í barnarúmi geti valdið hengingarhættu nái barn taki á snúrunni. 17 mánaða íslensk stúlka komst nýlega í þessar aðstæður. „Við komum að henni þegar hún var búin að ná í snúruna sem er tengd við skynjaraplötuna sem er undir dýnunni og hún var búin að snúa henni utan um sig,“ segir Arnþór Birkisson, faðir stúlkunnar. Hann segir tilhugsunina um hvað hefði getað gerst mjög óþægilega. „Þegar maður fór að hugsa út í þetta í þessu samhengi, að hún var með snúruna og að börn hafa dáið vegna þessa; það var mjög óþægilegt.“ Hvernig getur fólk komið í veg fyrir að þessi tæki skapi hættu? „Með því fyrst og fremst að fara eftir leiðbeiningunum. Þar kemur skýrt fram að vefja skuli snúrunni í kringum rúmfótinn og tengja hana svo meðfram gólfinu og í móðurstöðina,“ segir Lára Sigurðardóttir, eigandi VL heildverslunar, sem er umboðsaðili Angel Care hér á landi. Einnig sé mikilvægt að ekki sé slaki á snúrunni og að móðurstöðin sé í minnst eins metra fjarlægð frá plötunni. Þá fæst nú ókeypis öryggishlíf. „Öryggishlífin mun fylgja öllum tækjum frá og með febrúar 2014 en fram að þeim tíma geta notendur tækisins sótt þessa öryggishlíf á alla sölustaði Angel Care á Íslandi,“ segir Lára. Með réttri notkun getur tækið komið í veg fyrir slys og Arnþór hyggst nota það áfram. „Þetta er mjög gott tæki sem býður upp á marga öryggiseiginleika sem er gott fyrir alla foreldra að hafa,“ segir hann. Tengdar fréttir Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Margir foreldrar kannast við Angel Care tækið, sem vaktar andardrátt, hjartslátt og hreyfingar barna þegar þau sofa. Komið hefur í ljós að tækið getur skapað hengingarhættu sé rangt farið með það og hafa tvö bandarísk börn látið lífið vegna þessa. 600 þúsund tæki voru innkölluð ytra og hefur Neytendastofa nú vakið athygli átilkynningu VL heildverslunar, þar sem fram kemur að snúra úr skynjaraplötu sem sett er undir dýnu í barnarúmi geti valdið hengingarhættu nái barn taki á snúrunni. 17 mánaða íslensk stúlka komst nýlega í þessar aðstæður. „Við komum að henni þegar hún var búin að ná í snúruna sem er tengd við skynjaraplötuna sem er undir dýnunni og hún var búin að snúa henni utan um sig,“ segir Arnþór Birkisson, faðir stúlkunnar. Hann segir tilhugsunina um hvað hefði getað gerst mjög óþægilega. „Þegar maður fór að hugsa út í þetta í þessu samhengi, að hún var með snúruna og að börn hafa dáið vegna þessa; það var mjög óþægilegt.“ Hvernig getur fólk komið í veg fyrir að þessi tæki skapi hættu? „Með því fyrst og fremst að fara eftir leiðbeiningunum. Þar kemur skýrt fram að vefja skuli snúrunni í kringum rúmfótinn og tengja hana svo meðfram gólfinu og í móðurstöðina,“ segir Lára Sigurðardóttir, eigandi VL heildverslunar, sem er umboðsaðili Angel Care hér á landi. Einnig sé mikilvægt að ekki sé slaki á snúrunni og að móðurstöðin sé í minnst eins metra fjarlægð frá plötunni. Þá fæst nú ókeypis öryggishlíf. „Öryggishlífin mun fylgja öllum tækjum frá og með febrúar 2014 en fram að þeim tíma geta notendur tækisins sótt þessa öryggishlíf á alla sölustaði Angel Care á Íslandi,“ segir Lára. Með réttri notkun getur tækið komið í veg fyrir slys og Arnþór hyggst nota það áfram. „Þetta er mjög gott tæki sem býður upp á marga öryggiseiginleika sem er gott fyrir alla foreldra að hafa,“ segir hann.
Tengdar fréttir Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Tvö börn látin af völdum mónitors Hengingarhætta getur skapast af tæki frá Angel Care. Fólk hvatt til að gæta varúðar. 17. janúar 2014 14:04